Réttur


Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 5

Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 5
RÉTTUR 5 þau voru ort, ferskeytlur og rímur, sem alþýðan omaði sér við á löngum vetrarkvöldum kúgunaralda, yljuðu þjóðinni um hjarta- raeturnar, vernduðu neista viðnámsins fyrir spillingunni frá upp- gjafa yfirstétt, varðveittu „heilaga glóð“ í freðnum þjóðum. Minn- ingarnar um hið liðna, ljóðin og sögurnar urðu lífgjafi vor. Við eigum „margt að þakka þeim, þær hafa hjartað varið.“ n. í annað sinn reis íslenzk þjóð upp í allri sinni smæð og skóp nýja gullöld frelsisbókmennta og frelsisbaráttu. Bændastétt og menntamenn lands vors hófu stríð vort fyrir þjóðfrelsi, fyrir efna- hagslegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði. Þeir börðust við erlent drottinvald og erindreka þess á íslenzkri grund: einokunar- og embættislýð, sem beitti ofsókn og harðstjórn,til þess að reyna að brjóta sókn þjóðfrelsis-stéttanna á bak aftur. Eins og vorboðar, sem úti urðu í hretum erfiðs vors, höfðu þeir Eggert, Skúli og Magnús brotið ísinn hjá þjóðinni, hver á sinn hátt. .Við undirspil byltinganna í Evrópu, boða Baldvin og Fjölnismenn frelsið. Með hnípinni þjóð tekur hjarta Jónasar að slá. Sundraðan lýð sam- einar heiður hugur Jóns. Þjóðin eignast á eftir Jónasi skáld, sem líka hún ann og metur: Matthías og Steingrím, Gröndal og Grím. Hún fær við hlið Jóns bardagamenn, sem engar ofsóknir hins erlenda valds fengu bugað: sira Halldór á Hofi, Hannes Stephensen, Halldór Friðriksson. Bændastéttin mótar samtök á verzlunarsviðinu. Menntamenn skapa bókmenntafélögin til baráttu gegn forheimskvun afturhaldsins. Og eins og undiralda þess fátækasta, kúgaða lýðs, sem enn var ei kominn upp á yfirborð þjóðfélagsins til sóknar fyrir sinn rétt, drynur ógleymanlegur uppreisnarsöngur Bólu-Hjálmars sem bass- inn í mótmælakór þjóðarinnar gegn erlendri kúgun og innlend- um ræfilshætti og svikum. Hið danska kúgunarvald beitti njósnum og ofsóknum, mútum embætta og hótunum hervalds, til þess að reyna að brjóta frels- isbaráttu íslendinga á bak aftur: Njósnirnar um skoðanir þjóðhollra íslendinga skyldu æðstu embættismenn ríkisins framkvæma: í erindisbréfi Trampe greifa, konungsfulltrúa, 1851 stóð: „að hann skyldi komast eftir því um alla embættismenn á íslandi, hvort nokkur þeirra sýndi sig á nokkurn hátt í því að vera mótfallinn frumvarpi stjórnarinnar; hann skyldi segja stjórninni i Kaupmannahöfn frá þeim, sem svo væru, og segja þeim álit sitt um, hverja hegningu þeir skyldu líða,“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.