Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 6

Réttur - 01.01.1953, Page 6
6 RETTUR (Andvari 1886 bls XIII). Þjóðhollustu mennirnir misstu embætti sín: Jón sýslumaður Guðmundsson, Kristján landfógeti Kristjáns- son og aðrir fengu að kenna á því öðruvísi eins og séra Halldór á Hofi og fleiri. Bann við útgáfu blaða, ofsóknir vegna uppreisnar- kvæða sem „íslendingabrags", hótun með hervaldi eins og 1851, ofsóknir með embættissviftingu og málaferlum eins og við Skúla Thoroddsen, — hverskonar venjulegar kúgunaraðferðir erlendrar yfirdrottnunar við undirokaða nýlenduþjóð voru notaðar. En allt kom fyrir ekki. Innanlands stóð framsækin fylking starfandi stétta órofin um málstað þjóðfrelsisins, hvernig sem einokunar- og embættisvald hamaðist. Utanlands kynntu vinir Jóns Sigurðssonar, aðdáendur íslenzkrar menningar og unnendur íslenzks frelsis, — menn eins og sósíalistaleiðtoginn enski William Morris eða vísindamaðurinn þýzki Konrad Maurer, — málstað íslands og deildu á kúgun þá, sem dönsk yfirstétt beitti oss. — Og þegar máttur danskrar alþýðu óx gegn eigin yfirstétt, tók drottinvald Dana á íslandi að dvína. Danskt auðvald reyndi að halda tökum á efnahagslífi voru með dönskum hlutafélagsbanka („íslandsbanka") og dönskum olíuhring (D.D.P.A. — H.Í.S.) og reyndi að nota hvorttveggja sem bakhjall dansklundaðs afturhalds innanlands. En allt kom fyrir ekki. Drottinvald Dana yfir íslandi hrundi. Enskt auðvald reyndi með nokkrum árangri að setjast í sess þess, er auðvaldskreppurnar læstu köldum klóm sínum um veikan gróð- ur ungs efnahagslífs. Fjörkippir og hnignunarkreppur höfðu skipzt á það, sem af var 20. öldinni. ísland engdist enn í þeim viðjum kreppu og atvinnuleysis, sem auðvaldsskipulagið hafði leitt yfir það, þegar holskefla annarrar heimsstyrjaldarinnar skall yfir. Upp úr henni leiddu saman hesta sína hér á landi þau andstæðustu öfl, sem hér hafa nokkru sinni barizt; annarsvegar: ung, stolt, ís- lenzk verklýðshreyfing með allan arfinn úr „hrakinni, smáðri og kúgaðri þjóð“, ólgandi í hjarta sínu, og meðvitundina um andlega yfirburði sína yfir lítilsigldum auðjötnum heiða í huga sér. — Hinsvegar „fordæðan, forn og grá“, heimsvaldastefna kaldlynds amerísks auðvalds, þessi afturganga fasismans, sem ætlar sér að seyða og trylla svo íslenzka þjóð, að hún gleymi öllu, sem hún hefur lifað, hugsað og gert, svíki sjálfa sig og framtíð barna sinna og gefi sig grimmdinni og gulldýrkuninni á vald. En íslenzka þjóð- in hafði áður en til þessarar úrslitahríðar kom, sem nú stendur yfir, fundið til þeirra krafta allra, er hún átti í skauti sér og skapað þriðja skeið frelsisbaráttu og bókmennta, helgaðra henni.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.