Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 12
12
RÉTTUR
Meðan alþýðan berst eins og tuttugu þúsund verkamenn og
verkakonur gerðu í vetur, ■— meðan skáldin yrkja eins og Halldór,
Jóhannes og aðrir, — og meðan unga alþýðukonan yrkir og berst
i senn, eins og sveitakonan tvítuga í Mývatnssveit, sem kvað
„Morgunljóð“ sín til þjóðarinnar í síðasta „Rétti“, — þá á eyjan
hvíta sér enn dag, því fólkið þorir.
ÖU fortíð og framtíð íslands mænir til vor í dag, ögrar oss.
Fortíðin spyr hvort vér ætlum að svíkja hana, eftir allar þær
fórnir, sem undanfarnar kjmslóðir hafa fært. Framtíðin spyr, hvort
vér ætlum ekki að láta hana verða til.
Það er vissulega eldraun, sem íslenzk þjóð lifir um þessar
mundir.
En það er ekki ægilegri eldraun en sú sem ýmsar undanfarnar
kynslóðir hafa lifað og staðizt ef borið er saman við hve miklu
betri þjóðlegar og alþjóðlegar kringumstæður þjóðin nú heyr
frelsisbaráttu sína við.
Það hefur áður verið reynt að fá íslendinga til þess að afsala sér
réttinum til landsins. Það var reynt sleitulaust í þrjár aldir 1264
til 1550, en alltaf neitað. Það var reynt síðustu hundrað árin fyrir
1944 að sætta oss við innlimun í danskt ríki og undir danskt kon-
ungsvald, og stóð tæpast 1907—8, en þjóðin stóðst eldraunina undir
forustu ágætra leiðtoga og neitaði.
Og þótt amerískt auðvald og undirlægjur þess vaði uppi á íslandi
nú og hafi miklu stolið, mörgu rænt og mörgum spillt, þá höfum
vér enn engu tapað, sem ekki verður unnið aftur, meðan vér
höldum enn því sem óglatað er í dag. Og það eru engin smáræðis
vopn, ef vér erum menn til þess að bera þau og beita þeim af
allri þeirri list og harðfengi, sem þau eiga skilið:
Vér eigum enn þá íslenzka tungu, til að hvetja oss til dáða.
Vér eigum enn þá óbundnar islenzkar hendur, til að hrista af
oss okið.
Vér eigum enn óbeizlaða íslenzka fossa, sem vér getum virkjað
til blessunar börnum vors lands.
Vér eigum enn þá öll réttindi sjálfstæðra íslenzkra þegna, sem
geta með atkvæðum sínum sagt upp Atlantshafssamningi, afnumið
hemáms-smánina og rekið ameriska innrásarherinn á brott með
einu orði, — ef vér aðeins viljum það, segjum það sjálf.
Það eru ýmsir, sem telja oss trú um að þessi réttur vor yrði ei
virtur. Amerískt auðvald myndi ei yfirgefa ísland. fyrir orð
íslenzks meiribluta á Alþingi.
Slíkt er blekking. Ef Alþingi íslendinga segir ameríska hernum.