Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 16

Réttur - 01.01.1953, Page 16
16 RETTUR svona var hún góð. Hún var líka dóttir kaupmannsins sáluga, sem á fyrstu árum aldarinnar leyfði öllu kven- fólki þorpsins að vinna hjá sér í fiski, þegar sumarsóhn bakaði gráa steinana á reitnum. Þetta voru fremur ung hjón. Síðan þau fóru að búa höfðu þau stritað myrkranna á milli, stundum lagt nótt við dag og breytt litla, kargaþýfða túninu í rennislétta flöt. Oft voni þau þreytt, oft syf juð, svo yfirbuguð, að þau voru komin að því að gefast upp, þau langaði til að leggjast fyrir, sofna og vakna aldrei meir. 1 seinni tíð höfðu þau átt nóg að borða og gátu meira að segja stundum veitt sér þann munað að skreppa í bíó til þorpsins. Raunar var það þeirri eini munaður. Þeim fannst þau ekki hafa yfir neinu að kvarta og horfðu björtum augum inn í framtíðina, sem beið þeirra eins og óskrifuð bók. Á kvöldin, þegar lognaldan létt og kát braut freyðandi kögur sitt við gulan sandinn lágu þau oft vakandi í rúminu sínu undir glugganum og töluðu um hve stóra spildu þau myndu geta bylt af óræktarmóanum kringum túnið að hausti. Og seinna ætluðu þau að byggja nýjan bæ, því að þessi yrði of lítill, þegar börnin kæmust á legg. Hann átti að vera með stórum gluggum, hlýr og bjartur, og þau ætluðu að hafa dálítinn blómagarð móti suðri. Svo ætluðu þau að byggja nýtt f jós, kannski handa tuttugu kúm. Og kannski gætu þau haft nokkrar kindur — rétt til gamans. — Mér finnst alltaf svo gaman að kindum, sagði konan og horfði dreymandi upp í gisna panelsúðina, þar sem kvist- amir ófu töframyndir sínar í feitan viðinn. Svo kom nóttin, heit vomóttin þmngin áfengri dul, andardráttur sofandi bama, dögg á stráum, létt þoka yfir landinu og hafið kyrrt og blátt: íslenzk júnínótt. Þá ríkti friður og hamingja yfir þessum litla bæ. Æðar-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.