Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 18

Réttur - 01.01.1953, Page 18
18 RÉTTUR — Ég trúi þessu varla, sagði konan. Ég vil ekki trúa þessu. Það er verið að plata okkur. Þetta hlýtur að vera lýgi. Ég vil heyra þ i g lesa það. Lestu það fyrir mig. Úlfar tók bréfið, setti svolítið í brýmar og las. Rödd hans var lítið eitt óstyrk. Herra Úlfar Örlygsson. Að hálfu yfirmanns vamarhðsins verðum vér að tilkynna yðiu’, að þér verðið að vera fluttur burtu af jörð yðar fyrir 15. júlí n.k. þar sem hún er innan þess svæðis er varnarliðinu hefir verið úthlutað til að styrkja varnir sínar gegn yfirvof- andi árás. Það er von vor og vissa, að þér skiljið það mikilvæga hlutverk, sem þér vinnið landi yðar með því að færa þessa fóm til öryggis öllum vest- rænum þjóðum. Að sjálfsögðu fáið þér andvirði jarðarinnar greitt samkvæmt mati. Virðingarfyllst, Sýslumaður. — Úlfar, getur þetta verið satt, sagði konan og horfði á mann sinn. — Já, því miður, sagði hann. Þetta er satt. Ég var búinn að heyra um þetta, en ég hlustaði ekki á það. Ég trúði því ekki, ég hélt það væri uppspuni úr kommúnistum. Ég hélt aldrei, að mennimir væm svona ósvífnir, svona vondir. Hann forðaðist að horfa á konu sína eins og barn, sem forðast að horfa á móður sína, þegar það hefir skrökvað. Hún veitti honum athygli þar sem hann stóð við borðið. Og í fyrsta sinn tók hún eftir þvi, að hann var þreytulegur. Hún hafði aldrei tekið eftir því fyr, að hann var að byrja að grána í vöngum. , Hún virti fyrir sér hendur hans, sprungnar og vinnulegar, þessar sigggrónu alþýðuhendur, sem imdanfarið höfðu

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.