Réttur


Réttur - 01.01.1953, Qupperneq 25

Réttur - 01.01.1953, Qupperneq 25
RÉTTUR 25 Það er heilög skylda vor að tryggja áframhaldandi framfarir vors sósíalistiska föðurlands. Vér verðum að þroska og efla vorn sósíalistiska iðnað, virki máttar lands vors og valds. Vér verðum að styrkja af fremsta megni samyrkjubúskapinn, keppa að áfram- haldandi velmegun og framförum allra samyrkjubúa í ráðstjórn- arlöndunum og tengja órjúfandi vináttubönd milli verkalýðs og samyrkjubænda. í innanlandsmálum verður helzta viðfangsefni vort og áhugamál að vinna sýknt og heilagt að bættri afkomu og efnalegri vellíðan verkafólks, samyrkjubænda, menntamanna og allra ráðstjórnar- þjóða. Sú skylda að vinna óhvikult að hamingju almennings, að uppfylla eins og frekast er unnt allar þarfir hans, efnalegar og menningarlegar, er æðsta boðorð flokks og ríkisstjórnar. Lenín og Stalín sköpuðu flokk vorn og stældu sem hið mikla endursköpunarafl þjóðfélagsins. Alla ævi sína kenndi félagi Stalín oss að eigi gæti æðri stöðu en vera félagsmaður í Kommúnista- flokknum. Félagi Stalín barðist einlægt og þráfaldlega fyrir ein- ingu flokks vors gegn óvinum hans, flokkurinn skyldi vera þéttur og heill sem klettur. Það er heilög skylda vor að halda áfram að efla hinn mikla kommúnistaflokk vorn. Vald og ósigranleiki flokksins er fólginn í einingu og festu óbreyttra liðsmanna, einingu í vilja og verki, í hæfni flokksmanna til að gera sinn vilja að vilja flokksins og óskum. Vald og ósigranleiki flokks vors er fólginn í hinum óslítandi tengslum hans við fjöldann. Eining flokksins og þjóðar- innar er reist á þeirri þjónustu sem flokkurinn rækir sifellt gagn- vart hagsmunum alþýðunnar. Vér verðum að gæta einingar flokks ins eins og sjáaldurs augna vorra; vér verðum að treysta enn betur hin óslítandi bönd flokksins við fólkið, mennta kommúnista og alla vinnandi menn í anda hinnar mestu pólitískrar árvekni, og hlífðar- lausu stöðuglyndi í baráttu við innlenda og erlenda óvini. Undir forystu Stalíns mikla hafa verið smíðuð hin voldugu virki friðar, lýðræðis og sósíalisma. í bróðurlegri einingu sækja nú fram ásamt Ráðstjórnarþjóðunum hin mikla kínverska þjóð, bræðraþjóðir vorar í Póllandi, Tékkóslóvakíu, Búlgaríu, Ungverja- landi, Rúmeníu, Albaníu, Austurþýzka lýðveldinu og Alþýðulýð- veldi Mongólíu. Hin hetjulega þjóð Kóreu berst fyrir sjálfstæði sínu af hinni mestu einbeitni. Þjóðir Vietnam berjast hugrakkri baráttu fyrir þjóðfrelsi og sjálfstæði. Það er heilög skylda vor að vernda og styrkja fremsta afreksverk þjóðanna, vígi friðar, lýðræðis og sósíalisma; að treysta og festa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.