Réttur - 01.01.1953, Page 28
Hvað helnr Sósíal-
isÉaflokknrinn gert
fyrir landhúnaðinn?
eftir ÁSMUND SIGURÐSSON
Bændastéttin hefur lengst af síðan land byggðist verið ein fjöl-
mennasta stétt þessarar þjóðar. Oft hefur þó bæði í ræðu og riti
verið of lítið gert úr þýðingu annarra atvinnugreina, sem þjóðin
hefur jafnframt haft sér til lífsframfæris, einkum fiskveiða þeirra,
er stundaðar voru hér fyrr á öldum. Er þetta bersýnilega stundum
gert í pólitískum tilgangi, þ. e. til að smjaðra fyrir því fólki,
sem landbúnað stundar, með því að halda þeirri skoðun fram,
að atvinnuvegur þess hafi einn verið lifibrauð þessarar þjóðar frá
upphafi íslands byggðar, og bjargað henni gegn um hörmungar og
óáran hverskonar, er að henni hefur steðjað.
Allur slíkur metingur um gildi einstakra atvinnugreina bæði
í nútíð og fortíð er hvorttveggja í senn bæði heimskulegur og
skaðlegur, þegar um er að ræða atvinnuvegi, sem tvímælalaust,
skapa verðmæti, auka framleiðsluna, í fám orðum sagt, auka hag-
sæld þjóðarinnar með því að veita vinnufúsum höndum tækifæri
til að starfa að framleiðslu þjóðarauðsins.
í þessu sambandi hefur einnig verið rekinn allmikill áróður á
hendur þeim aðilum, er ekki hafa viljað taka undir slíkan meting,
og þeim borið á brýn, að þeir væru landbúnaðinum fjandsam-
legir. Einkum hefur Sósíalistaflokkurinn verið harðlega ásakaður
fyrir andstöðu við landbúnaðinn og bændastéttina. Því hefur verið
óspart fram haldið, að hann vildi hlut landbúnaðarins sem verstan
í hvívetna, leggja niður byggðina, lækka vöruverð til bændanna,
og annað eftir því. Svo ósvífinn hefur þessi áróður stundum orðið,
að fá dæmi munu til annars eins í íslenzkri stjórnmálasögu. Það
er þvi tilgangur þessarar greinar, að draga saman helztu stað-