Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 33

Réttur - 01.01.1953, Page 33
RETTUR 33 eins mikil not og unnt er verði að þeirri aðstoð, sem sjálfsagt er að ríkið veiti landbúnaðinum. Lífskjör fólksins, sem í sveitunum býr, munu þá taka skjótum framförum og skilyrði þess til menn- ingar og lífsþæginda gerbreytast til batnaðar. Sósíalistaflokkur- inn mun beita sér af alefli fyrir því að slíkt megi verða.“ Tillaga þessi náði samþykki og kom þar tvímælalaust fram, að nú hafði Sósíalistaflokkurinn unnið stóran kosningasigur, og hafði t. d. fengið 10 þingsæti. Var því sýnilegt að hér var á ferðinni þjóðfélagslegt afl, sem ekki var hægt að sniðganga. Fremur verður þó lítið úr framkvæmdum hjá ríkisstjóminni — er var utanþingsstjórn — og Búnaðarfélagi íslands. Hins vegar var Sósíalistaflokkurinn ákveðinn í að láta hér ekki staðar numið. Enda var nú svo komið verðlagi öllu, að ákvæði eldri laga ýmissa, s. s. laganna um nýbýli og samvinnubyggðir voru gjörsamlega ernskis virði. Hinar lágu styrkupphæðir voru sem dropi í hafið til framkvæmda og enn fremur var að verða óhjákvæmilegt, að efla meira lánastarfsemi til landbúnaðarins, og veita lánin með lágum vöxtum og löngum afborgunarfresti. ★ Á þinginu 1944 fluttu því tveir af þingmönnum Sósíalistaflokks- ins nýtt frumvarp um Nýbyggðir og nýbyggðasjóð. Er þar um að ræða tillögur um að gera nú verulegt átak í ný- byggðamálum sveitanna, og ríkið taki framkvæmd þeirra mála í sínar hendur, með því að skipa sérstakan nýbyggðastjóra og heyri embætti hans beint undir landbúnaðarráðherra. Einnig var hér í fyrsta sinn sett fram í frumvarpsformi tillaga um stofnun byggðahverfa þannig að ríkið skyldi láta undirbúa land byggða- hverfanna til ræktunar, ræsa það, girða og leggja um það nauð- synlega vegi o. fl. Ennfremur var gert ráð fyrir stórauknum árlegum fjárfram- lögum ríkisins til þessara mála. Þó var og gert ráð fyrir auknum fjárframlögum og fyrirgreiðslu við stofnun þeirra nýbýla, er einstaklingar stofnuðu með skipt- ingu jarða. Annars er frumvarp þetta of fyrirferðarmikið til þess að efni þess verði gerð nákvæm skil í stuttri tímaritsgrein. í fám orðum sagt fól það í sér þá meginstefnu að veita því uppvaxandi æskufólki, sem vildi staðfestast og starfa við landbúnaðarfram- leiðslu í sveitunum, kost á að byggja sér þar upp heimili. Eða líka mætti orða þetta þannig: Að snúa hinum margumtalaða „flótta úr sveitunum“ í nýbyggðamyndanir í sveitunum sjálfum. I 3

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.