Réttur


Réttur - 01.01.1953, Side 39

Réttur - 01.01.1953, Side 39
RÉTTUR 39 Þrátt fyrir þær grunnkaupshækkanir, sem orðið hafa á tímabilinu, vantar Dagsbrúnarverkamann mörg þúsund kr. á ári miðað við 300 vinnudaga og 8 st. á dag til að hafa sambærilegt kaup miðað við dýrtíðina og í ársbyrjun 1947.. Þar við bætist minni atvinna, eftirvinna horfin og algert atvinnuleysi hjá fjölda manna með köflum. Hve miklu þetta munar í heildartekjum almennings verður ekki sagt með vissu, en hver maður veit að það er mjög mikið. Þegar hér við bætist það, að landbúnaðarframleiðslan hefir auk- izt allmikið á þessum árum og ekki hefir tekizt að útvega markað erlendis fyrir hana svo neinu nemi, þá fer að verða skiljanleg sú þróun sem nú er að verða á sölu þeirra, og jafnframt hve al- varleg sú þróun hlýtur að verða fyrir hag bændastéttarinnar allr- ar, ef svo heldur áfram sem nú horfir. Eins og gefur að skilja getur sexmanna nefndar grundvöllur- inn því aðeins tryggt bændum sæmilegt kaup gegn um framleiðslu búa sinna, að nægir sölumöguleikar séu fyrir hendi fyrir viðunandi verð. Nú á það verð í fyrsta lagi að vera háð tekjum annarra vinnandi stétta, og í öðru lagi er engin trygging fyrir því, að einu sinni það kaup náist fyrir bóndann ef hann getur ekki selt allar afurðir sínar. Það er þetta sem er að gerast núna hvað mjólkurafurðirnar snertir, og mun gerast bráðlega hvað kjötframleiðsluna snertir ef við losnum við fjárpestirnar, sem vonir standa til, og efnahags- þróunin verður áfram sú sama og nú er. Frá því að reglan um sex manna nefndar grundvöllinn kom fyrst til athugunar, hefir sósíalistum ætíð verið það ljóst, að fyrsta skilyrðið til þess að hann yrði raunhæfur fyrir bændastéttina væri það, að kaupgeta neytendanna rýrnaði ekki og vaxandi eðli- leg fólksfjölgun í bæjunum gæti tekið á móti vexti landbúnaðar- framleiðslunnar, því það mun teljast hreinn barnaskapur að gera ráð fyrir útflutningsverði landbúnaðarafurða betra en inn- lendu verði. Sé þetta ekki fyrir hendi, má einu gilda hversu hátt verðið er skrifað, það stenzt ekki í reyndinni , og gefur bóndanum ekki það kaup, sem pappírarnir segja að hann eigi að fá. í nýafstaðinni bændaviku Búnaðarfélags íslands flutti fram- kvæmdastjóri Stéttasambands bænda, Sveinn Tryggvason erindi um afurðasölumálin og segir þar m. a.: „Skyrsalan jókst um 117 lestir á árinu, (þ. e. 1952). Ostagerðin um 2,5 lestir, en ostasalan um 40 lestir. Þessi aukning á skyr- og ostasölunni orsakast þó fyrst og fremst af því, að mjólkursam-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.