Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 40

Réttur - 01.01.1953, Page 40
40 RÉTTUR lögin tókn npp heimsendingu varanna á árínu og heimsent skyr og ostar er í skýrslnm samlaganna talið með sem seld vara.“ Hér er því þegar tekið að gerast það, sem sósíalistar hafa sagt fyrir að verða mundi sem afleiðing af þeirri kjararýmun, er sköp- uð hefir verið hjá neytendum landsins, þ. e. sú afleiðing, að bænd- urnir fá vörur sínar heimsendar í stað sölu. Getur hver maður séð að slíkt fyrirkomulag gerir allar kaupgjaldsáætlanir bóndans einskis virði, hvort sem þær eru miðaðar við sex manna nefndar- grundvöllinn eða eitthvað annað. Barátta Sósíalistaflokksins fyrir því að halda upp sem hæstum launum og þar með kaupgetu neytendanna hefir því jafnframt verið barátta fyrir því, að hændastéttin fengi notið þeirra rétt- inda, sem sex manna nefndarsamkomulagið átti að veita henni, en dýrtíðarstefna stjórnarflokkanna er nú að gera að engu. Þessi barátta er því rökrétt áframhald af þeirri stefnu flokks- ins í málefnum landbúnaðarins, sem fyrr er lýst í þessari grein, þeirri stefnu, að landbúnaðurinn geti verið rekinn á sem hag- kvæmastan hátt og bændastéttin búið við góðan efnahag, full- komlega fjárhagslega sjálfstæð.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.