Réttur - 01.01.1953, Side 42
42
KÉTTUR
stæður okkar í þjóðfélaginu eru þegar komnar til sögunnar
að nokkru, áður en við getum ráðið þar nokkru um.“
Að loknu menntaskólaprófi stundaði Marx háskólanám
í Bonn og Berlín. 1841 hlaut hann doktorsnafnbót í Jena
fyrir ritgerð sína um muninn á náttúruheimspeki þeirra
Demokrits og Epikúrs. Marx hafði lofazt æskuvinu sinni,
Jenny von Westpfalen, þegar 1833. Hann varð að gefa upp
þá ætlun sína að leita sér frama á embættisferli fræði-
mannsins, sökum afturhalds þess, er ríkti í þýzku háskól-
uniun. Marx taldist í þetta mund til vinstri Hegelsinna, en
þeir leituðust við að draga byltingarsinnaðar og fríhyggju-
kenndar ályktanir af heimspekikenningum Hegels. Og slíkir
menn áttu ekki upp á pallborðið við háskólana þýzku.
Sama árið og Marx varð doktor skrifaði hann grein um
ritskoðunina prússnesku — og hafði þar með haslað sér
völl á sviði stjórnmálanna. 1 ársbyrjun 1842 tóku róttækir
borgarar að gefa úr Rínartíðindin í Köln. Marx tók sæti í
ritstjórn blaðsins og varð aðalritstjóri þess í októbermánuði
1842. Undir stjórn hans varð stefna þess æ róttækari og
lýðræðissinnaðri, svo að afturhaldsstjómin prússneska
setti á það um tíma hörðustu ritskoðun. Marx fór úr rit-
stjórninni á öndverðu ári 1843, en ekki gat það þó forðað
því, að blaðið yrði bannað með öllu. Tvær af greinum þeim,
er Marx ritaði í blaðið, höfðu einkum gildi fyrir frekari
þróun hans og þroska. Önnur ritgerðin f jallaði um umræðu
í landsþinginu í Rínarhémðum um löggjöf um viðarþjófn-
að, og varð Marx þá ljóst, að hann var ekki nægilega heima
í pólitískri hagfræði. Hitt var ritdeila, sem hann lenti í við
Augsburger Algemeine Zeitung. (Almenna Augsborgarbl.).
og f jallaði um kommúnismann. 1 ritsmíð þessari lýsti Marx
því yfir, að kommúnistarit samtímans „yrðu ekki gagnrýnd
með yfirborðskenndum hugdettum augnabliksins, heídur
krefðist slíkt langrar og rækilegrar rannsóknar.“ Beindi
þetta huga Marx að rannsókn á þessum kenningum.