Réttur


Réttur - 01.01.1953, Síða 42

Réttur - 01.01.1953, Síða 42
42 KÉTTUR stæður okkar í þjóðfélaginu eru þegar komnar til sögunnar að nokkru, áður en við getum ráðið þar nokkru um.“ Að loknu menntaskólaprófi stundaði Marx háskólanám í Bonn og Berlín. 1841 hlaut hann doktorsnafnbót í Jena fyrir ritgerð sína um muninn á náttúruheimspeki þeirra Demokrits og Epikúrs. Marx hafði lofazt æskuvinu sinni, Jenny von Westpfalen, þegar 1833. Hann varð að gefa upp þá ætlun sína að leita sér frama á embættisferli fræði- mannsins, sökum afturhalds þess, er ríkti í þýzku háskól- uniun. Marx taldist í þetta mund til vinstri Hegelsinna, en þeir leituðust við að draga byltingarsinnaðar og fríhyggju- kenndar ályktanir af heimspekikenningum Hegels. Og slíkir menn áttu ekki upp á pallborðið við háskólana þýzku. Sama árið og Marx varð doktor skrifaði hann grein um ritskoðunina prússnesku — og hafði þar með haslað sér völl á sviði stjórnmálanna. 1 ársbyrjun 1842 tóku róttækir borgarar að gefa úr Rínartíðindin í Köln. Marx tók sæti í ritstjórn blaðsins og varð aðalritstjóri þess í októbermánuði 1842. Undir stjórn hans varð stefna þess æ róttækari og lýðræðissinnaðri, svo að afturhaldsstjómin prússneska setti á það um tíma hörðustu ritskoðun. Marx fór úr rit- stjórninni á öndverðu ári 1843, en ekki gat það þó forðað því, að blaðið yrði bannað með öllu. Tvær af greinum þeim, er Marx ritaði í blaðið, höfðu einkum gildi fyrir frekari þróun hans og þroska. Önnur ritgerðin f jallaði um umræðu í landsþinginu í Rínarhémðum um löggjöf um viðarþjófn- að, og varð Marx þá ljóst, að hann var ekki nægilega heima í pólitískri hagfræði. Hitt var ritdeila, sem hann lenti í við Augsburger Algemeine Zeitung. (Almenna Augsborgarbl.). og f jallaði um kommúnismann. 1 ritsmíð þessari lýsti Marx því yfir, að kommúnistarit samtímans „yrðu ekki gagnrýnd með yfirborðskenndum hugdettum augnabliksins, heídur krefðist slíkt langrar og rækilegrar rannsóknar.“ Beindi þetta huga Marx að rannsókn á þessum kenningum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.