Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 46

Réttur - 01.01.1953, Page 46
46 RETTUR skjólshúsið lét líka á sér standa. Og hvernig var okkur ekki innanbrjósts, þegar það var borið út til hinstu hvíldar. (Franz Mehring, „Karl Marx, Geschichte seines Lebens“, Leipzig, 1933 bls. 250.) En hvorki neyð né þjáningar gátu bugað baráttu- og byltingarmanninn Karl Marx. í það mund, sem Jenny kona hans skrifaði þessar línur, vann hann við að semja rit sitt um valdarán Loðvíks Bonaparte, sem heyrði til hins bezta og snjallasta í sósíaliskum bókmenntum. Það var og fyrst og fremst að þakka óþreytandi og óeigingjarnri að- stoð Friðriks Engels, að Marx fékk staðizt ásókn skorts og eymdar og unnið hið mikla vísindaaf rek sitt. Er lýðræðishreyfingin fór aftur að láta til sín taka, i lok sjötta áratugs aldarinnar og fram um 1870, sneri Marx sér á ný að hagnýtum, pólitískum viðfangsefnum og baráttu. Hann var lífið og sálin í „Alþjóðlega verkamannasamband- inu“ fyrsta alþjóðasambandi verkalýðsins, sem var stofn- að 1864. Það var í hinni almennu stefnuyfirlýsingu þess, sem Marx kvað svo að orði: „Frelsun verkalýðsins verður að vera hans eigin verk.“ 1 Alþjóðasambandinu sameinaði hann hin ýmsu afbrigði alþjóðasinnaðs sósíalisma, og barð- ist jafnframt ásamt með Engels gegn smáborgarakenning- um Proudonsinna og anarkisma eða stjórnleysingjastefnu Bakunins og fylgismanna hans. Tímabil fyrsta Alþjóðasam- bandsins varð harla mikilvægt og mikilvirkt í því að tengja saman verkalýðshreyfinguna og kenningu hins vísindalega sósíalisma og skapa samræmda baráttuaðferð með verka- lýð ýmissa landa. Með hetjulegri uppreisn verkalýðs París- ar, kommúnarðanna, komst þróun 1. Alþjóðasambandsins hæst. Og þessum atburðum hefur Marx reist virðulegan minnisvarða í ávörpum allherjarráðsins („Borgarastyrjöld- in í Frakklandi"). Eftir ósigur kommúnarðanna var sögu- legu hlutverki fyrsta alþjóðasambandsins lokið. Nú tók við

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.