Réttur - 01.01.1953, Síða 47
RÉTTUR
47
tímabil ólíkt örari vaxtar verkalýðshreyfingarinnar í öll-
rnn auðvaldslöndum.
Síðustu æviárin vann Marx að riti sínu „Auðmagninu“, og
varð þó oft að gera hlé á sökum sjúkleika. Hann varð enn
fyrir tveimur þungum áföllum. 2. desember 1881 dó kona
hans úr krabbameini, sem lengi hafði þjáð hana. Marx var
sjálfur svo veikburða, að læknirinn bannaði honum að vera
við jarðarförina. Elzta dóttir þeirra hjóna, frú Jenny
Longuet lézt svo snögglega 11. janúar 1883, 39 ára að
aldri. Marx, sem dvaldist í Frakklandi um þessar mundir,
sneri þegar aftur til Lundúna. En heilsa hans var svo illa
farin, að hann gat ekki náð sér framar meir. 14. marz 1883,
fjórðungi stundar fyrir kl. 3 síðdegis, sofnaði hann í hæg-
indastólnum sínrnn í hinzta sinn, hóglátlega og sársauka-
laust. Friðrik Engels, hinn trúfasti vinur hans, hélt minn-
ingarræðuna við gröf hans — og lauk henni með þessum
spámannlegu orðum:
„Nafn hans mun lifa rnn aldir og verk hans slíkt hið
sama.“
(Lauslega þýtt úr tímaritinu Einheit, jan. 1953).