Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 50

Réttur - 01.01.1953, Page 50
50 RÉTTUR með öllum uppgötvunum á sviði rafmagnsins og nú síðast með rannsóknum Marc Deprez. Marx var um fram allt byltingarmaður. Það var raim- veruleg köllun hans að vinna að því á allan hátt að koll- varpa þjóðfélagi auðvaldsins og ríkisstofnunum þess. Það var lífsstarf hans að vinna að frelsun verkalýðs nútímans, alþýðunnar, sem hann hafði vakið til skilnings á kjörum sínum og þörfum — og gert vitandi vits um skilyrðin fyrir eigin frelsun. Baráttan var eðh hans og eftirlæti. Hann barðist af ástríðuhita og seiglu — og með meiri árangri en flestir aðrir. Fyrst starfaði hann við Rínartíðindin (1842), þá Parísar Vorvárts (1844), Deutsche Zeitung í Briissel (1847), Ný Rínartíðindi (1848—49), New York Tribune (1852—61). Auk þess samdi hann fjöldann allan af áróð- ursritum, og leysti af hendi margskonar störf í París, Briissel og London. Og svo kom Fyrsta Alþjóðasamband verkamanna, sem kórónan á allt hitt. Og það var sannar- lega árangur, sem hver og einn mátti vera stoltur af, enda þótt hann hefði ekkert afrekað annað. Það var af þessum sökum, að Marx var hataður og of- sóttur manna mest á sinni tíð. Jafnt einveldis- sem lýðveldis- stjórnir vísuðu honum úr landi. Borgaramir, jafnt íhalds- menn sem æstir lýðræðissinnar, kepptust við að bera hann óhróðri. Hann veik þvi öllu frá sér sem öðmm hégóma — virti það að vettugi, og svaraði því aðeins, að hann væri til þess neyddur. — Og nú er hann dáinn, heiðraður, elskaður og syrgður af milljónum byltingarsinnaðra samstarfs- manna. Allt austur frá námusvæðum Síberíu um endilanga Evrópu og vestur til Kalifdmíustrandar. Og ég get sagt af fullri hreinskilni: Hann kann að eiga enn marga and- stæðinga, en namnast nokkum persónulegan óvin. Nafn hans mun lifa um aldir og verk hans slíkt hið sama. (Lauslega þýtt).

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.