Réttur - 01.01.1953, Side 51
Nýsköpun í USSR
ejtir ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
Það var vígorð Leníns á sínum tíma, að kommúnisminn væri
verkalýðsvöld að viðbættri rafvæðingu alls landsins. Og þegar á
fyrstu árum Ráðstjórnarríkjanna var samin GOELRO-áætlunin
svonefnda, er tryggja skyldi raforkuframkvæmdir í þessu skyni.
Auðsætt er, að fyrstu skrefin á þessari braut gátu ekki orðið
stórvægileg. Landið var allt í rústum eftir heimstríðið fyrra og
borgara- og innrásarstyrjöld, sem enn var ekki lokið. Engu að síður
voru reist tvö ný vatnsorkuver þegar á árunum 1920 og ’21. Það var
í sambandi við þær framkvæmdir, sem Lenin fórust orð á þessa
leið:
„12000 kílóvött — það er harla smávaxin byrjun. Ef til
vill verður það að hlátursefni einhverjum útlendingum,
sem þekkja til raforkumála í Bandaríkjunum, Þýzkalandi
eða Svíþjóð. En sá hlær bezt, sem síðast hlær“.
Það varð og orð að sönnu, því að síðan hefur hvert raforku-
verið öðru stærra verið reist í Ráðstjórnarríkjunum, jafnframt
því sem æ fleiri verkból hafa tekið til starfa og landbúnaðarinn
hefur verið vélvæddur.
Nazistaherirnir ollu geysi-tjóni á raforkuverum Ráðstjórnar-
ríkjanna sem á öðrum sviðum. Má nefna það t. d., að lögð voru' í
rúst yfir 60 stór vatnsorkuból ásamt ýmsum smærri með samtals
5 milljóna kilovatta orku. Eyðilagðir voru 10 þús. km. af há-
spennulínum auk hér um bil 12 þús. rafstöðva og hjálparstöðva.
En endurreisnarstörf Ráðstjórnarþjóðanna hafa gengið vel á
þessu sviði sem öðrum. 1950 var svo komið, að iðnaðarframleiðsla
landsins var orðin 73% meiri en 1940 og raforkan hafði aukizt um
70%, frá því fyrir styrjöldina.