Réttur


Réttur - 01.01.1953, Síða 51

Réttur - 01.01.1953, Síða 51
Nýsköpun í USSR ejtir ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON Það var vígorð Leníns á sínum tíma, að kommúnisminn væri verkalýðsvöld að viðbættri rafvæðingu alls landsins. Og þegar á fyrstu árum Ráðstjórnarríkjanna var samin GOELRO-áætlunin svonefnda, er tryggja skyldi raforkuframkvæmdir í þessu skyni. Auðsætt er, að fyrstu skrefin á þessari braut gátu ekki orðið stórvægileg. Landið var allt í rústum eftir heimstríðið fyrra og borgara- og innrásarstyrjöld, sem enn var ekki lokið. Engu að síður voru reist tvö ný vatnsorkuver þegar á árunum 1920 og ’21. Það var í sambandi við þær framkvæmdir, sem Lenin fórust orð á þessa leið: „12000 kílóvött — það er harla smávaxin byrjun. Ef til vill verður það að hlátursefni einhverjum útlendingum, sem þekkja til raforkumála í Bandaríkjunum, Þýzkalandi eða Svíþjóð. En sá hlær bezt, sem síðast hlær“. Það varð og orð að sönnu, því að síðan hefur hvert raforku- verið öðru stærra verið reist í Ráðstjórnarríkjunum, jafnframt því sem æ fleiri verkból hafa tekið til starfa og landbúnaðarinn hefur verið vélvæddur. Nazistaherirnir ollu geysi-tjóni á raforkuverum Ráðstjórnar- ríkjanna sem á öðrum sviðum. Má nefna það t. d., að lögð voru' í rúst yfir 60 stór vatnsorkuból ásamt ýmsum smærri með samtals 5 milljóna kilovatta orku. Eyðilagðir voru 10 þús. km. af há- spennulínum auk hér um bil 12 þús. rafstöðva og hjálparstöðva. En endurreisnarstörf Ráðstjórnarþjóðanna hafa gengið vel á þessu sviði sem öðrum. 1950 var svo komið, að iðnaðarframleiðsla landsins var orðin 73% meiri en 1940 og raforkan hafði aukizt um 70%, frá því fyrir styrjöldina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.