Réttur


Réttur - 01.01.1953, Qupperneq 53

Réttur - 01.01.1953, Qupperneq 53
RETTUR 53 Það hefur þegar verið hafizt handa um öll þessi stórvirki, og skipaskurðurinn mikli milli Don og Volgu var fullgerður á síðast- liðnu sumri. Allt bendir til, að verkefnunum verði lokið á tilskild- um tíma, og skulum við nú vlkja að vatnsorkunni. Vatnsorkuver og iðnaður. Orkuverin nýju munu auka um fimmtung raforkuforða Ráð- stjórnarrikjanna og framleiða alls um 23 milljarða kw-stunda á ári, en það er jafnmikið heildarframleiðslu Frakklands 1939. Vatns- orkuverin við Volgu ein saman munu skila meiri orku en vatnsból Ítalíu, Noregs og Svíþjóðar samanlögð. Orku-verið við Kuibisjev er jafn afkastamikið og tvö mestu raforkuból Bandaríkjanna, Boulder Dam og Grand Coulee Dam, til samans. Vatnsorka er sjöfalt ódýrari til framleiðslu rafmagns en hvers konar eldsneyti. Bæði það, sem og orkuaukningin sjálf, mun hafa stórfelld áhrif á iðnað, landbúnað og lífskjör fólksins. Iðjuver og borgir rísa upp við skurðina nýju, þar sem járnbrautarlínur og bifreiðabrautir skerast. Ódýr orka og hagfelld aðstaða til flutnings afurða og hráefna mun ráða staðsetningu verkbólanna nýju. Með aukinni notkun rafknúinna véla verður framleiðslan bæði betri og ódýrari. Þetta mun ekki sízt segja til sín við ýmiskonar málm- vinnslu, þar sem hægt verður að nota rafmagn í miklu stærri stíl en áður við málm-herzlu, -þurrkun og -suðu. Rafefnafræðin fær aukið svigrúm, svo að gera má ráð fyrir geysi-aukningu í fram- leiðslu alumíniums, magnesíums, kalíums, kopars og sinks. Járn- brautarlestir verða knúðar rafmagni í ríkara mæli en áður, og brautarlínum fjölgar. Þá mun notkun raforku í landbúnaðinum aukast mjög, bæði að því er tekur til heimilisnota, vinnuvéla hverskonar og vélaverkstæða. Dráttarvélar, sláttu- og þreskivélar verða knúðar rafmagni. Vatnsorkuverin miklu við Kuibisjev og Stalíngrad verða mið- stöðvar samfellds kerfis háspennulína, sem tekur yfir allt Evrópu- svæði Ráðstjórnarríkjanna. Þaðan verður send raforka um óra- leiðir, allt upp í 800—1150 km. Spennan verður að vera a. m. k. 400.000 volt, sem er eins dæmi. En þann vanda munu raffræðingar Ráðstjórnarþjóðanna leysa. Um raforkudreifinguna má geta þess t. d., að um helmingur rafmagnsins frá orkuverunum við Kuibisjev og Stalíngrad verður notaður í Moskvuhéruðunum — 6 % á Kursk- Voronesj-svæðinu og afgangurinn í Volguhéruðunum. Með sam- lelldu háspennuneti nýtist orkan miklu betur en ella. Mismun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.