Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 54

Réttur - 01.01.1953, Page 54
54 RÉTTUR andi vatnsmagn fljótanna mun og síður koma að sök. Raforku- stöðvar knúðar eldsneyti fylla í skörðin í vondum árum — og safna forða, er betur blæs. Og á sumrum, er notkun rafmagns til Ijósa og hitunar er hverfandi, verður raforkan notuð við véldælur áveitukerfanna. Ég hef áður drepið nokkuð á iðnaðaraukningu þá, er sigla muni í kjölfar þessara nýju orkugjafa. Það á kannski ekki sízt við um Volgu-lægðina miklu, sem bæði er vel í sveit sett, milli Úrals og miðsvæða ríkisins, og hefur auk þess mörg hráefni að geyma, svo sem víðáttumikil saltlög, jarðolíu og jarðgas. Gert er ráð fyrir, að efnafræðileg framleiðsla ýmiskonar aukist þama að stórum mun. Áveitur og ræktun. Það er einkenni þessara miklu framkvæmda, að þær eru fjöl- slungnar, gegna mörgum hlutverkum í senn. Stíflugarðarnir miklu við Volgu eru ekki aðeins undirstaða geysimikillar raforkuaukn- ingar, heldur sjá um leið fyrir nægu vatnsmagni til áveitna — og um 17% af raforkunni eru einnig notuð í því skyni. Um % af árlegu vatnsroagni Volgu renna til sjávar um flóða- tímann á vorin. En nú eru gerðar heljarmiklar vatnsþrær, heil stöðuvötn, til að geyma vatnið til áveitu að sumrinu. Og í austur frá Stalíngrad-,,vatninu“ liggur áveituskurður, sem flytur fjórum sinnum meira vatnsmagn árlega en Thamesá. A þennan hátt er eyðimörkum og þurrum gresjum breytt í frjósömustu gróðurlönd. Baráttan við auðnir og vatnsskort hefur lengi verið snar þáttur í sögu Rússaveldis. Um 14% af öllu landsvæði Ráðstjómarríkjanna eru algerðar eða hálfgerðar eyðimerkur, og stór svæði hafa jafnan þjáðst af þurrki, ef nokkuð hefur borið út af um árferði. Heitir og þurrir vindar austan af auðnunum þröngdu sér langt inn í Rússland og skrældu og kyrktu allan gróður, er á vegi þeirra varð. Gresjuhéruðin við Rostov og Stavropol, svæði við Volgu og Úral, í Suður-krainu og Norður-Kákasus kunna að segja af slíkum bú- sifjum. Á 18. öld komu 24 þessháttar þurrkaár, á 19. öldinni urðu þau 40 og 14 á fyrsta fimmtungi 20. aldar. Ráðstjórninni hefur orðið mikið ágengt í að bægja þessum vágesti frá dyrum. En áveitukerfin miklu og skóggreiðslubeltin, sem nú er unnið að, eru lanestærstu skrefin, er stigin hafa verið á þessari braut. Aðal-áveitusvæðin eru fjögur. Það er Volgu-Kaspíuhafssvæðið — um 14 millj. ha. lands, og fær það vökvun sína úr Volguskurðinum. Þá eru Don-Rostov- og Stalíngrad-héruðin, alls 2,75 millj. ha.,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.