Réttur


Réttur - 01.01.1953, Qupperneq 58

Réttur - 01.01.1953, Qupperneq 58
58 RETTUR farvegi skurðanna. Jarðvegur hvers landsvseðis er aihugaður ná- kvæmlega og rannsakað, hvaða ræktjurtategundir muni skila beztri uppskeru. Þá er og leitað að aðferðum til að auka saltmót- stöðu baðmullarinnar. Fjölmargar fiskiklakstöðvar hafa verið settar á stofn til að viðhalda fiskstofninum í ánum og auka hann. Einnig er hafinn undirbúningur til að hamla gegn auknum jurta- sjúkdómum, er kynnu að fylgja í kjölfar breytts loftslags og gróðurs — og rannsakað með hverjum hætti vindaflið verði bezt notað sem orkugjafi við áveiturnar. Jafnframt eru svo gerðir upp- drættir af nýjum borgum og ráðstafanir til heilsuverndar þeim, sem að áætlunum vinna. Ég hef ekki tölur um fjölda þess fólks, er að verkinu vinnur, og felli hér undan að mestu allar þær rann- sóknir og uppfinningar, er varða tæknihlið framkvæmdanna sjálfra. En þar er um margar nýjungar að ræða. Má nefna það t. d. að stíflugarðarnir eru víða með nýjum hætti, svo sem staðhættir krefjast. Þarna er sjaldnast um að ræða þröng gljúfur eða fast berg til að byggja á. Stíflugarðarnir eru geysistórir og grunnurinn gljúpur og kvikull. Því hefur verið gripið til þess ráðs að frysta jarðveginn eða undirlagið 50 fet niður — til þess að styrkja grunn- inn. Stíflugarðarnir eru ekki byggðir úr steinsteypu eingöngu, heldur mest úr jarðvegi, sem „flýtur“ þarna, að kalla má, á neti mikilla steypubita. Stíflugarðarnir búa þannig yfir talsverðu fjað- urmagni, og kemur það sér vel, ekki sizt á austursvæðunum, þar sem landskjálftar láta mikið til sín taka. Margskonar stórvirkar vélar hafa þegar verið fundnar upp í sambandi við framkvæmdirnar. Má nefna hér til risagröfuna, er vinnur á við 7000 manna, — leirdæluna, sem dælir 20 þús m3 áf jarðvegi á sólarhring úr fljótabotnum og getur hlaðið honum upp í allt að 4 km. fjarlægð. Gerðar hafa verið sjálfvirkar sements- verksmiðjur, sem framleiða allt að 1000 m3 af steypu á klst. Þeir, sem fundið hafa upp vélar þessar og aðrar fleiri, hafa hlotið Stalín-verðlaunin. Vísinda- og verkamenn, sem að framkvæmdun- um vinna, keppast um að finna upp hentugri og stórvirkari aðferðir — og er það órækt vitni um anda þann og eldmóð, sem að baki felst. Og sjálfar eru þessar framkvæmdir stórt skref í áttina til full- komins kommúnisma, og það í tvöföldum skilningi. Þær eru veiga- mikill áfangi að því marki að skapa nauðsynlegar allsnægtir, til þess að meginregla kommúnismans, um að hver leggi það fram, sem hann er fær um, og beri úr býtum það, sem hann þarf, geti rætzt. Á hinn bóginn stefnir áætlunin að því að draga úr andstæð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.