Réttur - 01.01.1953, Qupperneq 59
59
R É T T U R
unum milli sveita- og borgalífs og verkmennta þjóðina svo, að
brúað verði sem fyrst bilið milli líkamlegra og andlegra starfa.
Tveir heimar.
Málsvarar auðvaldsins hafa tekið áætluninni nýju fálega. En
þeir hafa naumast borið við að kalla hana fánýtt auglýsingaplagg
eða spá því, að framkvæmdimar færu allar út um þúfur. Þeir eru
líka orðnir langþreyttir á spádómum. Þeir spáðu því vikulega á
fyrstu árum Sovétríkjanna, að þau mundu þegar líða undir lok.
Þeir sögðu það fyrir, að fimmára-áætlanirnar mundu mistakast
herfilega, — og þeir staðhæfðu, að nazistaherirnir mundu gjör-
sigra rauða herinn á nokkrum dögum. Nú hafa þeir tekið þann
kostinn, að leggja spádómana sem mest á hilluna, en reyna að
kæfa allar fréttir um þessi nýju stórvirki með lognum æsifregn-
um um fangabúðir, þrælavinnu, gyðinga-ofsóknir og árásarstríð.
En sannleikurinn verður ekki kæfður til lengdar, þótt hátt sé
hrópað. Áætlunin mikla er ekki eingöngu stórfenglegt og samstillt
átak til að gera náttúruna manninum undirgefna. Hún er jafnframt
trúarjátning, ef svo má að orði kveða. Hún er yfirlýsing um
friðarhug og staðfesting á trúnni á manninn, þeirri trú, að mann-
kynið sé fært um að skapa sér auðugri, fegurri og betri heim. Það
var þetta m. a., sem Stalín veik að í svari sínu við ásökunum
Attlees um árásarfyrirætlanir Ráðstjórnarinnar — og gegn því
vissi stjórnmálagarpurinn brezki engin rök. Því að hvernig gat
ríki, sem var að tygja sig í nýja heimsstyrjöld, lagt í slíkar fram-
kvæmdir? Og hvaða vit var í því?
En hvað hefur svo auðvaldið upp á að bjóða, hver er „trúar-
játning" þess og framtíðarsýn? R. T. Malthus, postuli hungurs og
fátæktar, hefur nú verið dreginn upp úr gröf sinni eftir meira
en aldarsvefn og birtist afturgenginn í hverju riti, er borgaralegir
fræðimenn láta frá sér fara um þjóðhagsleg efni. Metsölubókin
ameríska, „Road to Survival* eftir William Vogt, — er órækast
vitni í þessum efnum. Höfundurinn kemst að þeirri niðurstöðu,
að meirihluti jarðarbúa fái ekki nóg að borða, og eina tiltæka ráðið
sé að fækka mannkyninu. — Og þar eru hungur og drepsóttir þarfir
þjónar. „Mesta ólánið, sem komið gæti fyrir Kína .... er fækkun
dauðsfalla“. Tjanganika hefur tvo meginkosti: „lága íbúatölu og
svefnsýki“. „Læknavísindi nútímans byggja siðfræði sína á vafa-
sömum fullyrðingum fávíss manns, sem var uppi fyrir 2000 árum
.... og telja það enn skyldu sína að halda lífinu í eins mörgu
fólki og unnt er“.