Réttur


Réttur - 01.01.1953, Side 61

Réttur - 01.01.1953, Side 61
TVeir hefmsmarkailir Markaður kapítalismans — markaður sósíalismans. eftir HAUK HELGASON I. Jósef Vissarionovich Stalin var ekki aðeins mikill stjórnmála- maður, hann var einnig frábær fræðimaður, verðugur arftaki þeirra Marx og Engels og Lenins. Marx og Engels skilgreindu auðvaldsskipulagið, sögðu fyrir óumflýjanlega þróun þess og rök og lögðu grundvöllinn að hinum vísindalega sósíalisma — kommúnisma. Lenin tók við og skil- greindi á marxistískan hátt hið imperialistíska þróunarskeið kapitalismans. Hann lagði jafnframt fræðilegan grundvöll að upp- byggingu sósíalismans — og stjórnaði þessari uppbyggingu fyrstu árin. Undir forystu Stalíns tókst þjóðum Sovétríkjanna að framkvæma sósíalismann og við fráfall hans er nú svo komið, að framkvæmd kommúnismans er skammt undan hjá sovétþjóðunum. Alveg eins og Lenin var hinn mikli fræðimaður á tímabili imperialismans, eins var Stalín hinn mikli fræðimaður á tímabili hinnar almerinu kreppu kapítalismans. Framsetning Stalíns í ræðu og riti var einkar ljós, hann hafði í ríkum mæli þann hæfileika að segja frá erfiðustu viðfangs- efnum á einfaldan hátt og auðskiljanlegan hátt. Skýrslur Stalíns á flokksþingum Kommúnistaflokks Sovétríkjanna bera þessu glöggt vitni. Þær voru eins og allt annað er hann lét frá sér fara, þrungnar vizku og framsýni. Síðasta fræðilega ritgjörð Stalíns kom út á árinu sem leið og fjallaði um efnahagsleg vandamál sósíalismans og einnig um á- stand og horfur í þeim hluta heimsins, er lýtur stjóm hagskipu- lags kapitalismans. Grein sú er hér fer á eftir er byggð á þessari ritgjörð Stalíns.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.