Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 66

Réttur - 01.01.1953, Page 66
66 RETTUR Þar er fyrst og fremst hugsað um gagnkvæman hagnað. Þetta er í fyllsta samræmi við það að þjóðarbúskapurinn er rekinn á nýjum, haglegum grundvelli. Sovétríkin hafa að sjálfsögðu verið styrkasti aðilinn í samstarfi þessara ríkja, uppbyggingin þar er lengst á veg komin og á undanförnum áratugum hafa þau öðlast mikilvæga reynslu, sem nú er hægt að miðla hinum yngri sósíalistisku ríkjum. Á árinu 1952 höfðu viðskiptin í milli sósíalistisku ríkjanna inn- byrðis meir en þrefaldast ef miðað er við árið 1948. Þessi aukning gerði meira en að bæta upp þann samdrátt er orðinn var á viðskipt- unum við auðvaldsríkin. Sósíalistisku ríkin búa yfir slíkum náttúrugæðum, að heims- markaðurinn nýi getur gjörsamlega fullnægt öllum þörfum sínum. Hvert ríkið fyrir sig flytur þær vörur inn, sem það þarfnast og þær vörur út, sem hin ríkin hafa not fyrir. Um gjaldeyrisskort og tollmúra, er svo mjög standa í vegi fyrir viðskiptum í milli auð- valdsríkjanna, er ekki að ræða. Alveg sérstök ástæða er til að benda á eitt séreinkenni í við- skiptum á hinum nýja heimsmarkaði. Það eru þeir samningar um kaup og sölur, sem gerðir eru til margra ára í senn. Þessir margra ára samningar byggjast á því, að öll framleiðslan er skipulögð fyrir fram og þá til nokkurra ára í senn og ennfremur auðvitað sú stað- reynd, að kreppur þekkjast ekki í sósíalistiskum þjóðarbúskap. Þessir margra ára viðskiptasamningar tryggja hverju ríkinu fyrir sig markað fyrir eigin framleiðslu og eru raunar að verulegu leyti undirstaðan undir því að hægt er að gera áætlanir um fram- kvæmdir á næstu árum. Slíkir viðskiptasamningar til margra ára hafa ekki aðeins verið gerðir í milli sósíalistisku ríkjanna innbyrðis, heldur einnig t. d. milli Sovétríkjanna og Finnlands. Viðskiptin milli þessara ríkja voru árið 1951 níu sinnum meiri en þau höfðu verið árið 1938, miðað við samsvarandi verðlag. Nú er í gildi samn- ingur milli þeirra, sem miðast við viðskipti á árunum 1951 til 1955. Samkvæmt þessum samningi eiga viðskiptin í ár — 1953 — að verða tvöfalt meiri en þau voru árið 1951. Samvinna hinna sósíalistisku ríkja á efnahagssviðinu kemur ekki eingöngu fram í vöruviðskiptum, heldur er skipst á margskonar öðrum fríðindum. Þannig fá Búlgarar raforku frá Rúmeníu og Tékkar og Slóvakar frá Póllandi. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að koma upp stórfelldum orkuverum á landsvæði þar sem Austur-Þýzkaland, Pólland og Tékkóslóvakía mætast, og standa allar þessar þjóðir að framkvæmdunum og munu sameiginlega hag- nýta þau.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.