Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 72

Réttur - 01.01.1953, Page 72
72 RÉTTUR sósíalistisku ríkjunum. Á árinu 1946 var að tilhlutan nýsköpunar- stjórnarinnar gerður viðskiptasamningur um útflutning til Sovét- ríkjanna er nam 74 milljónum króna. Vegna aflabrests það ár varð útflutningurinn ekki nema 58 millj. kr. Innflutningur þaðan til íslands nam 9 millj. kr. og var mismunurinn; 49 millj. kr., greiddur í dollurum. Aðalútflutningsvaran þangað austur var freðfiskur, 15.000 tonn, en heildarframleiðsla landsmanna þetta ár var 24.000 tonn. Árið eftir — 1947 — var aftur gerður viðskiptasamningur við Sovétríkin, fetað í fótspor nýsköpunarstjórnarinnar, þótt sú stjórn væri farin frá völdum þegar samningurinn var undirritaður. Samkvæmt samningsgerð þessari átti útflutningsverðmæti okkar íslendinga að nema 96% millj. kr., en sem fyrr varð aflabrestur og nam útflutningsverðmætið því aðeins 55 millj. kr. Innflutning- urinn nam 9 millj. kr. og var mismunurinn greiddur í dollurum. Þá gerðist það að ísland verður aðili að Marshallsamningnum árið 1948. Það ár fluttu íslendingar út vörur til Sovétríkjanna að verðmæti 6 millj. kr. en fluttu inn fyrir rúma hálfa milljón krónur — og síðan ekki söguna meir. Við vorum búnir að afsala okkur frelsinu til að verzla hvar sem væri. Þá sem nú var æðsti yfirmaður utanríkisviðskiþtanna Bjarni Benediktsson — og þá er ekki að sökum að spyrja. í sambandi við freðfisksöluna til Sovétrikjanna má geta þess, að þegar þetta er ritað — febrúar 1953 — munu vera um það bil 18 þús. tonn af freðfiski, sem liggja óseld, ýmist hérlendis eða erlendis. Þannig horfir þá við í veröldinni í dag. Vegna brjálæðislegra tilrauna Bandaríkjanna til að ná heimsyfirráðum að heimsstyrj- Öldinni lokinni, hafa þau stuðlað að sköpun tveggja heimsmark- aða. Með því að slíta viðskiptatengsl við þriðjung mannkynsins, með hervæðingarstefnunni, með hinni hamslausu sérhagsmuna- póhtík sinni í verzlunarmálunum, hafa Bandaríkin komið öðrum auðvaldsríkjum á kné efnahagslega. Og ekki aðeins öðrum auð- valdsríkjum, heldur hallar mjög undan fæti í sjálfum Bandaríkj- unum. Að vísu hefur gróði auðhringanna bandarísku aldrei verið meiri en nú, en lífskjör almennings rýma mjög og kreppan virðist vera á næsta leiti. Efnahagur hverrar þjóðar fer að sjálfsögðu að meetu eftir fram- leiðslu hennar — njóti hún sjálf arðsins. Iðnaðarframleiðslan er þar einna bezta mælistikan. í ræðu þeirri er Malenkoff hélt á 19. þingi Kommúnistaflokks /

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.