Réttur - 01.01.1953, Page 74
74
RETTUR
VII.
Engin þjóð í víðri veröld er eins háð utanríkisviðskiptum og
við íslendingar. Ástæðan er auðvitað sú, að land okkar er snautt
af mörgum þeim þýðingarmestu gæðum, sem nauðsynleg eru til
þess að hægt sé að lifa menningarlífi. Við þurfum að flytja til
landsins kol, olíur, timbur, vörur framleiddar úr málmum, efna-
vörur, vefnaðarvörur, korn og margskonar matvæli.
Útflutningsframleiðsla okkar er þar á móti mjög einhæf. Und-
anfarna áratugi hafa sjávarafurðir numið um eða yfir 95% af
heildarútflutningnum.
Okkur íslendingum er því brýn nauðsyn að fylgjast vel með
því er gerist á hinum tveim heimsmörkuðum. Og umfram allt er
okkur nauðsyn á að hafa sem vinsamlegust viðskipti við sem
flestar þjóðir. Tilvera okkar sem menningarþjóðar er beinlínis
undir því komin.
Þær ríkisstjórnir, er verið hafa við völd frá því að stjórn
Stefáns Jóhanns var mynduð í ársbyrjun 1947, hafa síst af öllu
haft þetta í huga.
Þær hafa ekkert tillit tekið til þeirrar þróunar, er átt hefur
sér stað á síðustu árum á erlendum vettvangi og þær hafa af
ráðnum hug eyðilagt markað þann er áunnist hafði í Sovét-
ríkjunum. Þær hafa rígbundið viðskipti okkar við hrörnandi
markað hins kapitalíska heims.
Fulltrúar Sósíalistaflokksins í nýsköpunarstjórninni komu því
til leiðar, að samningarnir 1946 og 1947 við Sovétríkin voru
gerðir. Síðan hafa sósíalistar æ ofan í æ bent á hve hættuleg
núverandi stjómarstefna væri fyrir efnahagslegt sjálfstæði þjóð-
arinnar. Þeir hafa hvað eftir annað komið fram með tillögur til
úrbóta, m. a. tillögur um afnám á þeirri einokun, sem nú er á
útflutningi landsmanna.
En allt hefur komið fyrir ekki. Hjá þríflokkunum, íhaldinu,
framsókn og krötum, hefur þjóðarhagurinn verið látinn víkja
fyrir vilja hinna bandarísku auðdrottna. Þessvegna er nú svo
komið, að í stað þess að íslenzkum sjómanni sé gert kleift að
draga fisk úr sjó — eins og forfeður hans höfðu gert um aldir —,
í stað þess að íslenzkur bóndi fái að rækta jörðina og huga að
skepnum — eins og tíðkast hefur frá upphafi íslands byggðar
—, þá neyðist nú sjómaðurinn og bóndinn til að vinna hjá hinum
bandaríska her. Þessi bandaríski her er nú orðinn stærsti at-
vinnurekandi landsins, hernámsvinnan aðalatvinnuvegur þjóð-
arinnar.