Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 81

Réttur - 01.01.1953, Page 81
RÉTTUR 81 En var samt ekki þjóðhagslega séð hagnaður .að því að fá þann gjaldeyri, sem fólst í Marshallgjöfunum, mun þá einhver spyrja. Sem svar við því nægir að benda á að með því að hagnýta til fulls þá markaði, sem leppstjórnin hefur lokað að meira eða minna leyti samkvæmt Marshallstefnunni, hefðum við getað framleitt á ári hverju verðmæti fyrir allt að 200 milljónum króna meira en fram- leitt var, bara með fullri hagnýtingu togaranna einna saman. Hið beina fjárhagslega tap af því að þiggja marshallgjafirnar með þeim skilyrðum um óhappastefnu í viðskiptamálum, sem þeirn hafa fylgt, liggur því í augum uppi. Það hefði því verið beinn þjóðhagslegur ávinningur að hafna Marshallstefnunni, en reka fiskframleiðslu okkar af fylsta þrótti og undirbyggja myndun stóriðju samtímis því, sem virkjanimar við Sog og Laxá voru gerðar, — eins og Sósíalistaflokkurinn hafði lagt til í sínum ýtarlegu tillögum um stjórnarstefnu í nóv. 1946 (Prentaðar í Rétti 1946. 30. árg. bls. 81—98). í þriðja lagi: Þótt rafmagnsnotendum sé gert rafmagnið dýrara en ella hefði þurft að vera með Marshallpólitíkinni, þá heimtar samt ameriska auðvaldið og ríkisstjómin það að ráða, hvemig það sé notað, og afleiðingin af því er að strax verður að hefjast hana um nýja virkjun í Soginu eða láta rafmagnsnotendur í Reykjavík og sunnanlands skorta rafmagn, eða greiða það miklu hærra verði en ella þyrfti. Skal þetta nú skýrt nánar: Sogsvirkjunin nýja (írafossstöðin) framleiðir 31.000 kilowött eða um 200 milljónir kílowattstunda á ári. Gamla Ljósafossstöðin framleiddi 15.000 kilowött eða um 107 milljónir kílowattstunda á ári (reiknað með í kringum 7000 stunda notkun að meðaltali og: er það hátt, hinsvegar getur áburðarverksmiðjan nýtt rafmagnið 8640 stundir, þ. e. 24x360). Ljósafossstöðin kostaði á sínum tíma 15 milljónir króna eða um 80 milljónir króna með núverandi verð- lagi. Nýja stöðin kostar um 165 milljónir. Sú gamla var reist á erfiðum tímum af eigin ramleik, án gjafa. Getur hver maður séð„ hvort íslandi var ekki miklu auðveldara að reisa írafossstöðina. miðað við núverandi tækni vora og auð, en það var að reisa Ljósa- fossstöðina 1936 og síðar. Bara það hve miklu minna vinnuafl þarf nú þótt um stærri stöð sé að ræða, sýnir hve miklu auðveldara það er. Við byggingu Ljósafossstöðvarinnar þurfti að staðaldri um 200 menn, en við byggingu írafossstöðvarinnar aðeins á 2. hundraðl Af því rafmagni, sem írafossstöðin framleiðir fær áburðarverk- smiðjan að staðaldri sem lágmark 4000 kilowött, en mun alls nota 6

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.