Réttur - 01.01.1953, Síða 82
82
RETTUR
upp undir 130 milljónir kilowattstunda á ári, af því hún notar
alla afgangsorku Sogsvirkjunarinnar. Það er að vísu mjög hag-
kvæmt fyrir Sogsvirkjunina sem fyrirtæki og líka mjög gott fyrir
áburðarverksmiðjuna, enda sá grundvöllur sem hún byggir á alla
framleiðslu sína.
Afleiðingin af því hve mikið áburðarverksmiðjan fær af raf-
magni, er að eftir þrjú ár, eða 1956—7 verður að líkindum ef ekki
er komin ný virkjun orðinn rafmagnsskortur í Reykjavík og á
Suðurlandi, þannig að ef fullnægja ætti þörfum rafmagnsnotenda,
yrði þá að fara að reka olíustöðina í Reykjavík aftur með fullum
krafti dag hvern til framleiðslu á dýru rafmagni, í stað þess að
nota hana bara sem „toppstöð" eins og hún var hugsuð til. Slíkt
væri bæði þjóðhagslega séð og fyrir rafmagnsnotendur ákaflega
óheppilegt, því framleiðsla rafmagns úr slíkri stöð kostar yfir 25
aura kilowattstundin, en hinsvegar fær áburðarverksmiðjan a£-
gangsorku á verði sem er 1—2 aurar á kilowattstund.
ítáðið til þess að koma í veg fyrir að svona fari, er að byggja
þriðju og síðustu stöðina við Sogið, við Efri fossana, þannig að hún
yrði tilbúin veturinn 1956—-’7. En ganga verður út frá því að það
taki þrjú ár. Þessvegna flutti ég á Alþingi í vetur tillögu um láns-
heimild að upphæð 90 milljónir króna til þessara virkjana, en það
er áætlaður kostnaður við þá stöð, og sýndi fram á hver nauðsyh
væri á því að hún væri samþykkt nú þegar. Þessi tillaga var felld.
Stóð Sósíalistaflokkurinn einn með henni.
En raunverulega var það bygging áburðarverksmiðjunnar, sem
gerði það óhjákvæmilegt að hraða fullvirkjun Sogsins. Og það
er nauðsynlegt að menn geri sér ljóst, hvað af því hlýzt að tengja
áburðarverksmiðjuna við Sogsvirkjunina án fyrirhyggju um fleiri
virkjanir nógu fljótt. (Sósíalistaflokkurinn lagði til strax 1947 að
reisa stærri áburðarverksmiðju og virkja Urriðafoss í Þjórsá).
Ef áburðarverksmiðjan hefði átt að reisa stöð handa sjálfri sér,
hefði þurft virkjun, er framleiddi 15—16.00 kilowött og kostaði
90-—100 millj. króna. Það er vart ofmælt að helmingur alls kostn-
aðar við Sogsvirkjunina sé handa áburðarverksmiðjunni, —
eða að það að virkja þurfi strax aftur og hafa þá virkjun fullbúna
1956, sé vegna áburðarverksmiðjunnar.
En hvað borgar svo áburðarverksmiðjan fyrir það rafrnagn,
sem hún fær? Hún mun borga um 3—4 milljónir króna á ári.
Eins og menn sjá hrekkur það ekki fyrir vöxtum af því fé, sem
hefði þurft að setja í virkjun, ef virkja hefði átt fyrir áburðar-
verksmiðjuna eina (5Vz% af 90—100 milljónum).