Réttur


Réttur - 01.01.1953, Side 84

Réttur - 01.01.1953, Side 84
84 RETTUR höfunum: Ríkið útvegar allt fé að láni og 6 millj. kr. í hlutafé, en einkaaðilar aðeins 4 millj. kr. hlutafé. 3. Þegar rætt er um að byggja áburðarverksmiðjuna suður á Hvaleyri, koma liðsforingjar úr ameríska hernum til að skoða staðinn. Undarlegur áhugi amerísks hervalds fyrir ísl. landbúnaði. 4. Þegar sótt er um leyfi til Washington fæst strax leyfi til þess að byggja áburðarverksmiðju, en samtímis er neitað um sements- verksmiðju, fyrst um sinn að minnsta kosti. 5. Þegar farið er að undirbúa byggingu, kemur í ljós að eins og framleiðslan er hugsuð er hún það skyldasta sprengiefni, sem áburðarframleiðsla getur verið. Eftir harðar blaðadeilur, einkum frá Þjóðviljanum, fæst staður ákveðinn með tilliti til þesarar sprengihættu, og áburðarverksmiðjustjórnin lofar að framleiða fleiri tegundir. 6. Þegar farið er að vinna við byggingu áburðarverksmiðjunnar, kemur upp grunur um að amerískt eftirlit sé haft bak við tjöldin með ráðningu verkamenna, til þess að hafa áhrif á stjórnmála- skoðanir þeirra. 7. Sú stofnun, sem ameríska auðvaldið notar einkum til yfirráða yfir efnahags málum Islands, Alþjóðabankinn, sendir mann til íslands. Sá maður útbýr frumvarp um Framkvæmdabanká, sem ameríska auðvaldið fyrirskipar rikisstjórninni að samþykkja. í því frumvarpi er ákveðið að ríkið skuli afhenda Framkvæmdabank- anum öll hlutabréf sín í áburðarverksmiðjunni, að upphæð 6 milljónir króna. 8. Benjamín Eiríksson, formaður bankamálanefndar, nú orðinn bankastjóri Framkvæmdabankans, lýsir því yfir við fjárhagsnefnd efri deildar Alþingis að hann hugsi sér að Framkvæmdabankinn selji hlutabréf þessi einkaaðilum. 9. Með frumkvæmd á þessari fyrirætlun væri áburðarverk- smiðjan komin öll á hendur einkaaðilja, sem með því að kaupa alls hlutabréf á 10 milljónir króna, eignast fyrirtæki, sem kostar yfir 100 milljónir króna. Það tókst sakir árvekni Sósíalistaflokksins að hindra framkvæmd þessa verks fyrir kosningar. En þeir menn, sem hér eru að verki, ætla sér áreiðanlega að „fullkomna verkið" eftir kosningar. Því það er auðséð að hér er á ferðinni samsæri innlendra og erlendra manna að ná áburðarverksmiðjunni úr eign íslenzka ríkisins og í eign nokkurra íslendinga, sem ameríska auðvaldið hefur velþóknun á. Og amerískir auðmenn beita bakvið tjöldin áhrifum sínum til þess að ná þessu takmarki.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.