Réttur


Réttur - 01.11.1962, Síða 60

Réttur - 01.11.1962, Síða 60
332 RETTUR eru portúgölsk, er í eigu útlendinga, meira en einn þriðji hluti er í nánum tengslum við erlent auðmagn og aðeins aíganginn má íelja „sjálfstæðan“. Salazar gerir hverja tilslökunina á fælur annarri gagnvart erlend- um heimsveldissinnum til þess að tryggja sér stuðning þeirra í ný- lendumálum. A sviði efnahagsmála gefur hann þeim auðlindir Portúgals og á sviði stjórnmála og hermála verður hann æ háðari hernaðarstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa fengið herstöðvar á portúgölsku landi og her Portúgals er nú hluti herstyrks Atlants- hafsbandalagsins. Lokaorð. Ríkisstjórn Salazars er ekkert nema fulltrúi erlendra einokunar- hringa og portúgalskrar borgarastéttar. Hagsmunir þessara íveggja afla eru hinir einu og sömu. Fasisminn, — einkenni stjórnarfars Portúgals, er það stjórnarform, sem þessi öfl telja bezt þjóna hags- munum sínum í Portúgal. 1 nýlendunum þjónar nýlendukúgunin hagsmunum þeirra. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að fasisminn er ekki eitt- hvert sérstakt hugmyndakerfi, sem hvorki er kapitalismi eða sósíal- ismi, og að fasisminn er ekki afleiðing frumstæðra atvinnuhátta. Fasisminn er stjórnaraðferð háþróaðasta stigs kapitalismans — einokunar kapitalismans. Salazar er fulltrúi hans fyrst og fremst. Og á tíma, þegar einokunarkapítalisminn er að eflast í auðvaldsríkjun- um, eins og núna, ætti Portúgal alltaf að minna alla á hættur fasism- ans. Fyrir portúgölsku þjóðina eru barátluaðferðirnar augljósar. Bar- átta hennar gegn fasisma og fyrir frelsi er sú sama og barátta ný- lendna Portúgala gegn nýlendukúgun og fyrir frelsi. Báðir berjast gegn sömu óvinum. Gegn erlendum einokunarhringum og handa- manni þeirra, — portúgalskri borgarastétt. G. G. (Óll aðalatriði þessarar greinar eru þýdd og endursögð úr grein Alvaro Cunhal: „Portugal at the Crossroads", í World Marxist Review“, júníhefti 1961; og úr grein P. Dias: „Fascist Portugal must quit Afriea", í „The African Communist“, 2. liefti 1961. Ekki er samt rétt að gera þessa tvo höfunda ábyrga fyrir öllu, sem í grein þessari er).

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.