Réttur - 01.05.1965, Qupperneq 48
112
R É T T U R
undirbúningi undir ákveðið lífsstarf er námsmaðurinn að inna
af höndum vinnu í þágu þjóðfélagsins. Að sjálfsögðu yrði að búa
svo um hnútana, að námslaunin yrðu ekki landeyðustyrkur í fram-
kvæmdinni, heldur yrðu námsmenn að stunda nám sitt með ár-
angri til að' geta orðið þeirra aðnjótandi. Upphæð launanna færi
eftir efnum og ástæðum samkvæmt nánari reglum, og gjarnan
mættu þau fara hækkandi, eftir því sem áfram miðar með námið.
Nú segja margir: Ilvað svo, ef menntamenn vorir flykkjast úr
landi, þangað sem greitt er hærra kaup, eftir að þjóðfélagið lief-
ur kostað nám þeirra? Eiga Islendingar að taka að sér að mennta
ókeypis sérfræðinga handa öðrum þjóðum?
Auðvitað má slá þann varnagla, eins og gert var í tillögu
Einars Olgeirssonar, að launin hreytist í lán, ef viðkomandi vill
ekki starfa í landinu að námi loknu. (Vandlega skyldi þó gefa gaum
að því, að sá sem starfar um liríð erlendis kynnist þar nýjum vinnu-
brögðum og viðhorfum, sem hann flytur heim með sér og oft geta
komið að gagni). Sú krafa verður að teljast félagslega réttmæt, að
það þjóðfélag, sem hefur hjálpað mönnum að afla sér menntunar,
eigi að njóta starfskrafta þeirra og hæfileika, ef engar sérstakar
ástæður eru fyrir húsetu erlendis, s.s. hjúskaparástæður o. fl. Og
þeirrar jjjóðhollustu verður að krefjast, að menn ekki skelli hælum
í rass, jrótt í boði séu hærri laun í jrjóðfélögum, sem eru auðugri
en hið íslenzka og leyfa sér margfalt manngreinarálit á við oss.
En er menntamönnum vorum láandi, þótt þeim þyki slíkar kröfur
nokkuð hjáróma, meðan þeir eru álitnir undirmálsmenn í saman-
hurði við allkyns kaupsýslu- og hrasklýð’, sem ekki fær réttlætt til-
veru sína með neinu félagslegu hlutverki, en þrífst |)ó eins og flugur
á skithaug?