Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 28
árum. Annað er flóttinn til Ameríku, hitt auðmýkt-
in fyrir Dönum. Skáidið ber þannig saman Dani og
íslendinga:
Beggja í öliu þekktust þjóðamerki,
þeirra ólík kjörin tvenn;
hroki á aðra hönd með orku í verki,
á hina bljúgir menn.
En þó er Einar frá upphafi bjartsýnn og sigur-
viss. Gnýr nýs tíma heyrist strax í ljóðum hans. Þor-
steinn Erlingsson og hann gefa báðir út fyrstu
ljóðabækur sínar sama árið, 1897, en afstaða Þor-
steins er önnur. Hann hefir horfzt sárar í augu við
íslenzkan veruleika, trúir að vísu á sigur sannleiks
og frelsis, en veit, að ,,framtíðarlandið“ er fjarri og
því heilsar hann
,,með fögnuði vagninum þeim,
sem eitthvað í áttina líður“.
Af þeim ástæðum talar Þorsteinn ávalt til æskunn-
ar. Hann byggði von sína á framtíðinni, en ekki sam-
tímanum. Heitasta óskin var þá sú, að þjóðin eign-
aðist sjálfstæði og fullveldi. Einar lifði uppfylling
hennar, en Þorsteinn ekki. Þau örlög má lesa út úr
fyrstu kvæðum þessara skálda. í ljóðum Einars býr
þegar sigumándin:
Eg fann það sem að sál mín heyrði
var sigurbragur fólks, er vaknar.
Og skáldinu misheyrðist ekki. Einar Benediktsson er-
þannig frá upphafi tengdur sigurvissu þjóðarinnar
í sjálfstæðisbaráttunni. Hann er fyrsta og skýrasta
tákn þessarar sigurvissu. Með rýmkun athafnafrels-
isins var starfshugur að vakna með þjóðinni, fyrstu
innlendu framkvæmdirnar voru að hefjast, kaupfé-
lög, verzlunarfélög, þilskipaútgerð. Reyndar var
skriðurinn lítill fyrst í stað og trúin dauf, en byrj-
unin var það. Sigurvissan varð ekki til í huga skálds-
ins, heldur er hún hleruð við hjarta þjóðarinnar. Og:
28