Réttur


Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 28
árum. Annað er flóttinn til Ameríku, hitt auðmýkt- in fyrir Dönum. Skáidið ber þannig saman Dani og íslendinga: Beggja í öliu þekktust þjóðamerki, þeirra ólík kjörin tvenn; hroki á aðra hönd með orku í verki, á hina bljúgir menn. En þó er Einar frá upphafi bjartsýnn og sigur- viss. Gnýr nýs tíma heyrist strax í ljóðum hans. Þor- steinn Erlingsson og hann gefa báðir út fyrstu ljóðabækur sínar sama árið, 1897, en afstaða Þor- steins er önnur. Hann hefir horfzt sárar í augu við íslenzkan veruleika, trúir að vísu á sigur sannleiks og frelsis, en veit, að ,,framtíðarlandið“ er fjarri og því heilsar hann ,,með fögnuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina líður“. Af þeim ástæðum talar Þorsteinn ávalt til æskunn- ar. Hann byggði von sína á framtíðinni, en ekki sam- tímanum. Heitasta óskin var þá sú, að þjóðin eign- aðist sjálfstæði og fullveldi. Einar lifði uppfylling hennar, en Þorsteinn ekki. Þau örlög má lesa út úr fyrstu kvæðum þessara skálda. í ljóðum Einars býr þegar sigumándin: Eg fann það sem að sál mín heyrði var sigurbragur fólks, er vaknar. Og skáldinu misheyrðist ekki. Einar Benediktsson er- þannig frá upphafi tengdur sigurvissu þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttunni. Hann er fyrsta og skýrasta tákn þessarar sigurvissu. Með rýmkun athafnafrels- isins var starfshugur að vakna með þjóðinni, fyrstu innlendu framkvæmdirnar voru að hefjast, kaupfé- lög, verzlunarfélög, þilskipaútgerð. Reyndar var skriðurinn lítill fyrst í stað og trúin dauf, en byrj- unin var það. Sigurvissan varð ekki til í huga skálds- ins, heldur er hún hleruð við hjarta þjóðarinnar. Og: 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.