Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 58
FRAflfl TIL BARATTU GEGN
FASISflfl ANUflfl!
TIL ÍSLENZKRA VERKAMANNA, TIL ALLRA
ANDSTÆÐINGA FASISTA Á ÍSLANDI.
14. og 15. apríl hafa 386 verkamannafulltrúar, sósíaldemókrat-
ar, kommúnistar og flokksleysingjar, sem kosnir voru af ca. 60
j)ús. verkamanna á öllum NorSurlöndum, setiS ráðstefnu í Kaup-
mannahöfn til aS ræSa hina geigvænlegu fasistahættu og' koma sér
. saman mn þær varnarráSstafanir, sem verkalýSurinn veröur að
grípa til, svo að heftur verði vöxtur fasismans, er liefir afnám og
tortímingu verklýðshreyfingarinnar á stefnuskrá sinni. RáSstefn-
an samþykkti einum rómi að leggja allt kapp á það, að gera Norð-
urlönd að brimbrjóti gegn fasismanum og safna öllum vinnandi
mönnum í löndum þessum til baráttu gegn hvers kyns hræringum
fasismans. I lok ráðstefnunnar var kosin föst framkvæmdanefnd,
r sem skipuð er fulltrúum fyrir öll Norðurlönd, og skal liún hafa
vakandi auga með þróun fasismans og sjá svo um, að samþykktir
ráðstefnunnar standi ekki við orðin tóm, lieldur eggi allan vinnandi
lýð Norðurlanda til að hefja þegar í staö virka baráttu gegn hinni
alþjóðlegu fasistahættu, sem einnig er farin að gera vart við sig
hér á Norðurlöndum. Þessi Norðurlandaráðstefna skoðar starfsemi
: sína sem undanfara að heimsþingi því gegn fasismanum, sem verð-
ur sennilega haldið hér í Kaupmannahöfn í júní byrju.
Undirritaðir fulltrúar verkamanna á ráðstefnu þessari vilja
með þessurn línum vekja athygli alls verkalýðs og' allra andstæð-
inga fasismans á hinni alþjóðlegu fasistahættu og skora á þá að
láta ekki sitt eftir liggja í heimsbaráttunni gegn fasismanum og
verja á þann hátt tilveru sína og stéttarbræðra sinna um allan heim.
Öll íslen/.k verkalýðsblöð eru vinsamlegast beðin að birta þetta á-
■ varp.
Alþjóðahreyfing verkalýðsins stendur nú á þýðingarmestu tíma-
mótum sögu sinnar. Yiðburðir síðustu daga í Þýzkalandi liafa sýnt,
að verkalýðurinn á um lífið að tefla, að stéttabaráttan er komin á
það stig, er yfirráðastéttin svífist einskis til að halda völdunum, og
hikar jafnvel ekki við að drekkja verklýðshreyfingunni í blóði, ef
henni þurfa þykir. Hinn voldugi j)ýzki verkalýður, sem verið hefir
áratugum saman stolt hinnar alþjóðlegu verklýðshreyfingar, liggur
í blóði sínu undir böðulsöxi fasistanna, þessa trylta málaliðs auö-
valdsins ])ýzka. Pólitískur félagsskapur verkalýðsins hefir að mestu
leyti verið bannaður, blöð hans og tímarit eru bönnuð og gerð upp-
58