Réttur


Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 12
dregnar varirnar þrýstast fast, í ósjálfráðri vitund óvakins ástarlífs, að munni unnustu sinnar, sem var réttum tuttugu árum eldri en hann. ,,Á sólin þá engan kærasta?“ „Jú, jú, hún á marga kærasta“, sagði Sjana, þurkaði af skolpugri hendinni á upplitaða pilsinu sínu og strauk henni með smekklæti gegn um gullið hár vin- ar síns. Einhver kvíði lúrði á bak við gráblátt blikið í þessum fallegu vinnukonuaugum. Hún hafði hænt að sér gullhærðan, fimm ára gamlan dreng og talið hon- um, í hugsunarleysi, trú um, í fáfræði kynlífs hans, að þau væru trúlofuð. Þetta dulræna orð, sem í vitsjá drengsins leit út eins og englahár á jólatré, sáði í hans ósnortnu sál þrá eftir vinaratlotum hennar. „Marga kærasta?“ spurði drengurinn, með blæ þess. skilningsleysis í mjóum rómnum, sem einkennir van- trúaða. „Hvernig marga?“ „Sólin er kærasta allra, hún skín jafnt á réttláta og rangláta“, svai'aði Sjana spaklega. Eldhússhreimurinn í rödd hennar meiddi drenginn einhvers staðar langt inni. Sjana barði sokkaplöggunum við klöppina, sem þau sátu á, svo skolpið litaði silfurtæran lækjarstrenginn og brosti með varúð fullorðinnar manneskju, sem stendur andspænis gátu barnssálarinnar. „Ekki átt þú nema einn kærasta, mig“, sagði dreng- urinn og elliviti brá fyrir í fölu barnsandlitinu. „Nei, bara þig“, svaraði Sjana þreklaust, kyssti drenginn og hristi hann þangað til hann fór að hlægja. Svo setti hann skipin sín út í bláan lækjarstrauminn, en Sjana lauk við plaggaþvottinn undir laginu : Komdu og skoðaðu í kistuna mína. Eftir illa troðnum götuslóða, meðfram skörðóttu sjávarmáli, gekk þrítugur snikkari með rauðleitt, illa kembt efrivararskegg og einbeittnishrukkur á milli augnanna. Hann hafði kúskinnsskó á fótunum og hjónarúm í huganum. Þegar hann kom fyrir melbarð- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.