Réttur


Réttur - 01.01.1933, Side 36

Réttur - 01.01.1933, Side 36
Allar þessar þrár féllu saman við sjálfstæðisbarátt- una, og eru hæst bomar uppi af Einari Benedikts- syni. Og íslendingar komust ótrúlega langt i átt- ina til umheimsins, tengdust honum margvíslega. Eflaust á draumurinn og trúin sinn þátt í því, og það er Einari sjálfum fullljóst: Hve verður sú orka öreigasnauð, sem aldrei af trú er til dáðar kvödd. Ef ódáinsvonin er visin og dauð, hve verður þá auðlegðin hróplega stödd. Vænglausu hugirnir heftast og bindast; þeir horfa inn í sig sjálfa og blindast. Einar taldi það skyldu sína og hlutverk að vera vængjaður hugur og fljúga jafnan fyrir þjóð sinni. Og svo vannst fullveldið. Það ásamt velgengninni á stríðsárunum hleypti fyrst verulegum ofmetnaði í þjóðina, og enginn gengur þar fremra en Einar. Þegar sjálfstæðinu er náð, vill hann knýja þjóðina til nýrrar og enn djarfari sóknar. Þá hyggur hann á stóra vinninga, bæði í veraldlegum og andleg- um skilningi, trúr þeim tíma, sem bar hann. Þann- ig gerist Einar Benediktsson imperialisti fyrir hönd Islendinga. I ,,Vogum“, er út komu 1921, markar Ein- ar skýrar en áður hlutverk Islendinga í heiminum, heimtar vöxt þjóðarinnar og valdsvið út fyrir hana sjálfa. Ný víking skyldi hafin. Gnýr þessa boðskap- ar býr meðal annars í kvæðinu ,,Væringjar“: Vort land er í dögun af annari öld. ' Nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir. — Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en með víkingum andans um staði og hirðir. Vort heimslíf er tafl fyrir glöggeygan gest, þar sem gæfan er ráðin, ef leikurinn sést — og þá haukskyggnu sjón ala fjöll vor og firðir. o. s. frv. Hve hátt Einar gat spennt bogann, sýnir Græn- landsmálið, sem kemur eins og framhald af sjálf- 36

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.