Réttur


Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 37

Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 37
stæðisbaráttunni og uppbót fyrir hana og er einn af ijóðdraumum, Einars. Annað dæmi er boðun nýrrar heimspekistefnu á Islandi (Alhygð, Eimreiðin 1926). Þar eru borin fram fáheyrð rök og er hér sýnishorn: .. Hin nýja lífsstefna mannlegs anda, sem eg á við hér, mundi að minni hyggju tæplega finna auð- yrktari og vaxtarvænlegri jarðveg neinstaðar á jörð- unni heldur en einmitt undir skágeislum vors ís- lenzka skammdegis og sólarhringsdögum þess há- norðurs, er alið hefir upp ljóð og drauma vorrar eig- in frægu söguþjóðar". En nú fylgdu orðið fáir skáld- inu eftir. Með unnu fullveldi var stund þess liðin hjá. Áheyrn þess hjá þjóðinni var lokið. Þjóðhátíðar- kvæðið 1930 var andvana fætt. Draumurinn var úti. Þjóðin hrökk aftur upp við veruleikann. — Það eru fyrst og fremst erlendar en ekki íslenzk- ar ástæður, sem valda tímamótunum, sem urðu hér 1930. íslendingar hefði gjarnan viljað lifa lengur í sigurvímunni. En úti í heimi var ný alda risin. Eft- ir heimsstyrjöldina miklu raknaði alþýðan við sér„ Það laukst upp fyrir henni skilningur á því, hvern- ig hún hafði verið tæld út í stríðið til að þjást og deyja fyrir innihaldslaust hugtak: föðurlandið. Öng- þveitisástand kapitalismans og bölið, sem hann skap- aði þjóðunum, kom með hverju árinu glöggar í Ijós, unz kreppan skall yfir. Upp úr stríðinu urðu bylting- ar í ýmsum löndum. Rússneski verkalýðurinn hratt af sér kúgun yfirstéttarinnar og reisti sér nýtt ríki. I sambandi við vaxandi viðgang þess ríkis, varð gagn- rýnin á auðvaldsskipulaginu stöðugt skarpari og kröf- ur verkalýðsins um allan heim ákveðnari. Heimurinn greinist skýrar og skýrar í tvær þjóðir, ekki eftir kyn- stofnum eða tungum, heldur stéttum. Hin þunga undiralda alþýðunnar rís hærra og hærra. Henni fylgja ný sjónarmið á öllum hlutum, nýr hugmyndaheimur. Allt tímabil vélamenningar- innar og kapitalismans hafði að vísu verið að skap- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.