Réttur


Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 24

Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 24
tíma, er þeir voru uppi. En afstaða okkar til Einars. Benediktssonar er enn sem komið er öll önnur, og; vissulega að mörgu leyti undarleg og athyglisverð. Hann er í senn nálægur og fjarlægur, kunnur og framandi. Hann er greinilegur íslendingur og þó er það hugtak of þröngt fyrir hann. Virðist nú ekki aug- ijóst mál um jafn-mikinn einstakling, jafn-sérkenni- lega persónu, að leita verði fyrst og fremst skilnings á henni í eðli sjálfrar hennar, en ekki því, hvernig það speglast út á við? Liggur ekki nær, að skýra Einar Benediktsson sálfræðilega en út frá sjónar- miði þjóðfélagsins eða tíðarandans? Hið sálfræðilega sjónarmið er að vísu nauðsynlegt innan sinna tak- marka, en einangri menn þar skilning sinn, þá nær hann bæði skammt og leiðir út í villu. Sú aðferð, að. gera grein fyrir einstaklingnum einangruðum frá þjóð, sinni og tímunum, er hann lifir á, er nú orðin úrelt og stenzt enga gagnrýni. Óheilindin, sem felast í dómum manna um Einar, eiga fyrst og fremst rót sína. að rekja til þess að menn stara á hann sem ein- stakling án sambands við þjóðlífið og öldina. Milli einstaklings og heildar berast stöðugir víxlstraumar og einstaklingur út af fyrir sig er í raun og veru ekki til. Það er einungis til félagsbundinn einstakl- ingur. Hvar sem einstaklingur rís hátt, hefir fjöld- inn lyft honum, og síðan flæða gagnstraumar frá honum yfir til fjöldans. Hvar sem menn því kynnast mikilli persónu, hljóta menn að skygnast eftir þeirri öldu, sem hefir lyft henni, og hafinu, er sú alda reis á. Á litlu vatni rísa ekki stórar öldur og í litlu þjóð- félagi geta ekki orðið miklar hræringar. En þjóðlífi okkar ber fremur að líkja við úthafsvog en stöðuvatn, og því getur hér orðið tiltölulega brímasamt. Ef við rennum augunum yfir sögu þjóðarínnar, er augljóstr hvernig mikilmennin koma upp á hræringatímum, og ennþá gleggra er þetta með öðrum þjóðum. FjoTn- ismenn eru samtengdir vaknandi frelsisþrá bændaþjóð- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.