Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 3
skipulagsins, öreigabyltinguna og alræði öreiganna.
Nú er því ekki lengur til að dreifa. Hver, sem vill
hafa opin augun, getur nú sannfærzt af reynzl-
unni sjálfri. Sósíalisminn er nú þegar í framkvæmd
á sjötta hluta þurrlendis jarðarinnar. I>að er þegar
búið að leggja órjúfanlegan grundvöll að framtíðar-
skipulagi kommúnismans í landi með 165 milljónir
íbúa. Nú mætti eins vel efast um, að hægt væri að
búa til flugvélar eða að senda loftskeyti milli landa,
eins og það, að sósíalisminn sé framkvæmanlegur.
Þegar svo er komið að jafnvel mörg helztu stórblöð
auðvaldsins víða um heim (reyndar að undenteknum
flestöllum kratablöðum heimsins, sem í sínu stjórn-
lausa hatri til rússneska verkalýðsins ganga, ef
unnt er, ennþá lengra en sjálfir húsbændur þeirra,
kapítalistamir) — þegar svo er komið, að ýms að-
alblöð burgeisanna viðurkenna, að 5 ára áætlunin
hafi heppnazt að fullu, að í Sovétríkjunum hafi tek-
izt að útrýma atvinnuleysinu, að þar sé allur þjóð-
arbúskapurinn á hraðari framför en dæmi séu til á
nokkrum öðrum stað eða tíma o. s. frv., þá ætti það
eitt að nægja til þess að sýna, að hér er ekki um
neinar skrumfregnir kommúnista að ræða. Það er
ekkert aðalatriði í þessu sambandi, að borgurunum
gengur ekki sanngirnin til, er þeir viðurkenna þetta,
heldur óttinn við það, að Sovétríkin séu að verða
þeim yfirsterkari og sú skoðun, að vissara sé að
vanmeta ekki styrkleika fjenda sinna.
Hlutverk 5 ára áætlunarinnar.
Hlutverk 5 ára áætlunarinnar var það, að leggja
grundvöllinn að skipulagi sósíalismans í Sovétríkjun-
um. Þetta hlutverk var ekki hægt að færast í fang fyrr
en gert var. Fyrstu árin eftir byltinguna geisaði borg-
arastyrjöldin yfir landið. AUt lagðist í rústir, og öllum
kröftum varð að einbeita til þess að reka hina erlendu
innrásarheri af höndum sér. Þetta er nefnt tímabil
3