Réttur


Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 35
og íslendingar íoru að sjá árangur athafna sinna, óx sjálfstraust þeirra og framkvæmdahugur. Frá baslinu, sem íyrir var, þótti stórt spor að koma upp togaraútgerð, eða eignast eimskip með íslenzkum skipstjórum, eða innlendan ráðherra, eða háskóla með sérstakri deild til dýrkunar á móðurmálinu. Allt þetta steig íslendingum mjög til höfuðs, svo að þeir fóru að eignast stóra drauma um sjálfa sig, en þó hvergi stærri en í skáldskap Einars Benediktssonar. Þar var ísland fegursta land hnattarins, þjóðin gáf- aðasta, kyngöfugasta, hámenntaðasta í heimi. Þar á hún að verða forustuþjóðin, sem að dæmi Róm- verja „meitlar sinn svip í ásýnd heimsins“. Þar eru það íslendingar, sem kjörnir eru til að ráða hin dýpstp rök, og tengjast þarna hugsjónir Einars og Helga Péturss. Og í samræmi við þær hugsjónir knýja þeir anda sinn að yztu mörkum. Glæsilegt hugdirfskuflug og margar leiftrandi sýnir eru í ljóð- um Einars Benediktssonar. Það er eins og öll sigur- von aldarinnar, allur kraftur sjálfstæðisbaráttunn- ar sé þar samanþjappaður. Óskir Einars og þjóðar- innar verða ekki greindar að í kvæðum hans, síst í seinni bókum hans. Persónuleg frægð hans, fram- tíð og sigurdraumar er allt sameinað frægð þjóðar- innar, framtíð hennar og sigurdraumum í sál skálds- ins. Væringinn er jafnt Einar sjálfur og íslending- urinn sem slíkur. Um leið og Einar valdi fyrir sjálf- an sig að lyfta sér til „hinnar hærri sjónar“, þá kaus hann þjóðinni einnig hið andlega hlutskiptið, í þeirri trú, að á þeirri braut einni gæti þau hafið sig til vegs, þar ætti þau fremur til jafns að sækja við aðra. Metnaður Einars fyrir sjálfan sig var jafn- framt metnaður hans fyrir þjóðina. Hún eins og aðr- ar smáþjóðir, átti barnslega löngun til að verða stór. Það var kapp hennar á 20. öldinni. Hún vildi svifta sér út úr einangruninni, láta taka eftir sér, komast í tölu þjóðanna, mannast á heimsins hátt. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.