Réttur - 01.01.1933, Síða 35
og íslendingar íoru að sjá árangur athafna sinna,
óx sjálfstraust þeirra og framkvæmdahugur. Frá
baslinu, sem íyrir var, þótti stórt spor að koma upp
togaraútgerð, eða eignast eimskip með íslenzkum
skipstjórum, eða innlendan ráðherra, eða háskóla
með sérstakri deild til dýrkunar á móðurmálinu. Allt
þetta steig íslendingum mjög til höfuðs, svo að þeir
fóru að eignast stóra drauma um sjálfa sig, en þó
hvergi stærri en í skáldskap Einars Benediktssonar.
Þar var ísland fegursta land hnattarins, þjóðin gáf-
aðasta, kyngöfugasta, hámenntaðasta í heimi. Þar
á hún að verða forustuþjóðin, sem að dæmi Róm-
verja „meitlar sinn svip í ásýnd heimsins“. Þar eru
það íslendingar, sem kjörnir eru til að ráða hin
dýpstp rök, og tengjast þarna hugsjónir Einars og
Helga Péturss. Og í samræmi við þær hugsjónir
knýja þeir anda sinn að yztu mörkum. Glæsilegt
hugdirfskuflug og margar leiftrandi sýnir eru í ljóð-
um Einars Benediktssonar. Það er eins og öll sigur-
von aldarinnar, allur kraftur sjálfstæðisbaráttunn-
ar sé þar samanþjappaður. Óskir Einars og þjóðar-
innar verða ekki greindar að í kvæðum hans, síst í
seinni bókum hans. Persónuleg frægð hans, fram-
tíð og sigurdraumar er allt sameinað frægð þjóðar-
innar, framtíð hennar og sigurdraumum í sál skálds-
ins. Væringinn er jafnt Einar sjálfur og íslending-
urinn sem slíkur. Um leið og Einar valdi fyrir sjálf-
an sig að lyfta sér til „hinnar hærri sjónar“, þá
kaus hann þjóðinni einnig hið andlega hlutskiptið,
í þeirri trú, að á þeirri braut einni gæti þau hafið
sig til vegs, þar ætti þau fremur til jafns að sækja
við aðra. Metnaður Einars fyrir sjálfan sig var jafn-
framt metnaður hans fyrir þjóðina. Hún eins og aðr-
ar smáþjóðir, átti barnslega löngun til að verða
stór. Það var kapp hennar á 20. öldinni. Hún vildi
svifta sér út úr einangruninni, láta taka eftir sér,
komast í tölu þjóðanna, mannast á heimsins hátt.
35