Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 34
Frá henni andar ilmviðsins blær,
en eldhjartað slær í fannhvítum barmi..
Jökulsvip ber hún harðan og heiðan,
en hæðafaðm á hún víðan og breiðan
og blávatna augun blíð og tær.
Um hana hringast hafblámans svið.
Hánorðurstjöldin glitra að baki.
Svo hátt hún sig ber, undir heiðu þaki,
í hrannadunum og straumanið.
Föðmuð af ylstraum á eina hlið,
á aðra af sæfrerans harðleikna taki,
áttvís á tvennar álfustrendur,
einbýl, jafnvíg á báðar hendur,
situr hún hafsins höfuðmið.
Þegar þessir eiginleikar eru tileinkaðir þjóðinni,.
vex hún að mun. Þá kemur til kyngöfgi þjöðarinn-
ar, sem mikið hefir verið látið af. Ennfremur forn-
bókmenntirnar, listagildi þeirra og frægð. Þá hin
snjalla, íslenzka tunga, sem Einar nefnir „drottning
allra heimsins tungna“ og segir, að eigi „orð yfir
allt, sem var hugsað á jörðu“. Loks verður bygging
landsins, örlög þessarar fámennu og einangruðu
þjóðar og baráttu hennar við ís og stoi’ma og myrk-
ur að æfintýri í ímyndun skáldsins. Það er því margt,
sem kemur til greina við uppdrátt óskmyndar-
innar, og því sérstaklega eðlilegt, að þjóðin verði
því glæsilegri, því meira sem menn beina athyglinni
frá hinum raunverulegu ástæðum hennar, því minna
sem menn gera að því að rekja eðli hennar til at-
vinnuháttanna, heyvinnu, skepnuhirðingar eða sjó-
sóknar. Og fyrir því geta menn auðveldlega lokað
augunum inni í heimi andans eða draumanna. Og
það gerði Einar Benediktsson. Hann upphóf að miklu
leyti samtíma sinn og veruleik hans og gaf þeim
sögulegt og andlegt gildi. Og í sömu átt féll allur
yfirborðsstraumur 20. aldarinnar hér heima. Strax
34