Réttur


Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 15

Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 15
Svo læsti gráturinn sig um allan litla líkamann og ■ hrissti hann eins og vindurinn sefið. Allar huggunartilraunir fullorðna fólksins voru árangurslausar gagnvart þeim grun um líf, sem vaknað hafði hjá drengnum við spaug konunnar. FÁTÆKT JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR Eftir Halldór Kiljan Laxness. Sbr.: Rit eftir Jónas Hall- grímsson, II, 1. ísafoldar- prentsmiðja h.f. 1932. Flestum íslendingum mun, hvar sem þeir annars. standa, bera saman um það, að Jónas Hallgrímsson hafi verið eitt mesta hamingjulán íslenzku þjóðar- innar á nítjándu öld. Ljóð hans og málfæri er ekki aðeins ein merkilegasta burðarstoð tungu vorrar, heldur má segja, að hver íslenzkur einstaklingur, sem lifað hefir síðustu hundrað árin, hafi þegið að Jónasi Hallgrímssyni nokkrar dýrmætustu og óbrotgjöm- ustu eignir sínar. Að vísu heyra gjafir hans til hinna óverðlögðu verðmæta, þær verða ekki metnar til fiska, en hvar sem nokkrir Islendingar eru samankomnir í söng þessara stefja: Þá er þó víst, að beztu blómin gróa, í brjóstum, sem að geta fundið til, — þá eru þeir að njóta gjafa, sem verða ekki teknar frá þeim, þótt önn- ur verðmæti hrynji. Ljóð hans halda áfram að óma í brjóstum okkar frá hinum sælu dögum bernskunn- ar allt til deyjanda dags, hvað sem annars kann í að skerast á braut þeirri, sem þar liggur á milli. Hann er velgerðarmaður heilla kynslóða. Nú var Jónas Hallgrímsson ekki aðeins íslenzkt 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.