Réttur


Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 21

Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 21
ekki rétt. Nirflar og fjárplógsmenn þrifust ágætlega á dögum Jónasar Hallgrímssonar, engu síðdr en nú, ekki síst ef þeir voru alltaf að stagast á guðsorði, al- veg eins og nú, — þeir höfðu í þann tíð sérréttindi í þjóðfélaginu, alveg eins og nú. Auk þess var ísland ekki ríki á dögum Jónasar Hall- grímssonar, heldur hluti í danska ríkinu, og það var danska ríkisins að sjá um, að þessi ágæti höfuðsnill- ingur þyrfti ekki að þola skort. Síðast en ekki sízt ber þess að gæta, að það er ekki sérstaklega íslenzkt né danskt fyrirbrigði, að snill- ingar þurfi að þola hungur, klæðleysi og húsnæðis- leysi, það er hin almenna lausn auðvaldsins á því vandamáli, sem slíkir menn bjóða með tilveru sinni. Það finnst ekki afmarkaður í hinu borgaralega ríki neinn staður fyrir snillinga öðru vísi en sem fjand- mann, sem þess vegna beri að svelta, — eða í bezta falli, ef hann er nógu auðmjúkur: sem betlara. Óvinir auðvaldsskipulagsins vita hins vegar vel, hvað þeir hafa í huga, þegar þeir fara með skáldskap Jón- asar Hallgrímssonar, ekki síst nú, eftir að þessi hungur- bréf hans eru komin fyrir almenningssjónir. — Ósjálfrátt verður mér, um leið og eg legg frá mér pennann, hugsað til verkamannaríkisins rússneska, þar sem allt er gert fyrir vísindamennina, — þeim er meira að segja goldið fullt kaup, meðan þeir eru við nám. Og þegar eg fer að hugsa um „andskotans hjall- inn“, þar sem Jónas svaf, eða herbergiskytrurnar hans í Höfn, þar sem honum gekk svo erfiðlega að borga leiguna, þá hlýt eg að minnast stórhýsanna, sem Sovjet- stjórnin lætur reisa skáldum og höfundum, — mér er minnisstæð rithöfundahöllin mikla í Kharkoff í Ukra- ine (en Ukraine er hluti úr rússneska ríkinu, eins og ísland var hluti úr því danska á dögum Jónasar, og þar er töluð tunga, sem er álíka frábrugðin rússnesku eins og íslenzkan dönskunni) ; — í þessari höll, sem er byggð eftir nýjustu tízku hefir hver höfundur um 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.