Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 7
S-ára-áætlunin á sviði landbúnaðarins.
Annað aðalhlutverk 5-ára-áætlunarinnar var að
koma stóriðjusniði á landbúnaðinn, að koma á sam-
yrkjubúskap í stórum stíl. Á sama hátt og það var
óhjákvæmilegt skilyrði fyrir öryggi verkalýðsins út á
við, að skapa sér nýtízku stóriðju, til þess að geta
verið óháð auðvaldslöndunum um iðnaðarvaming og
viðbúið vopnuðum árásum þeirra, eins var það lífs-
nauðsyn öryggi þess inn á við að koma á stórrekstri
í landbúnaðinum. Lenin sagði: ,,Á meðan vér lifum
í smábændalandi, er hinn atvinnulegi grundvöllur
auðvaldsins traustari en sósíalismans“. Smábænda-
búskapur er andstæður eðli sósíalismans, og til þess
að gera bændalýðinn að tryggum fylgismönnum bylt-
ingarinnar, varð að koma samyrkjusniði á hinn
dreifða smábændabúskap. Vélyrkja með samvinnu-
sniði varð að vera aðalform landbúnaðarins. Jafn-
framt varð að hefja miskunnarlausa baráttu gegn
hinni fjandsamlegu stétt, stórbændunum (kúlökkun-
um) og útrýma þeim sem sérstakri stétt, eins og at-
vinnurekendunum í borgunum.
Þétta hlutverk hefir nú verið leyst á 4 árum
langt fram yfir það, sem gert var ráð fyrir í 5-ára-
áætluninni. 60% allra bændabýla og 75% alls rækt-
aðs lands í Sovétríkjunum eru nú komin inn í sam-
vinnubúskapinn. Þessi glæsilegi árangur þýðir, að á
4 árum hefir í þessu efni verið framkvæmt þrefalt
það, sem 5-ára-áætlunin gerði ráð fyrir. Á síðustu 3
árum hafa verið stofnsett rúmlega 200.000 ný sam-
yrkjubú og um 5000 sovétbú (ríkisbú) til kornfram-
leiðslu og kvikfjárræktar. Samyrkjubúskapurinn hef-
ir þannig nú þegar gersigrað í Sovétríkjunum, og nú
getur enginn framar verið í vafa um þá stórfelldu yf-
irburði, sem þetta skipulag hefir umfram smábænda-
búskapinn, enda sýnir viðgangur hreyfingarinnar, að
bændalýðurinn rússneski er þegar kominn á þessa
skoðun. Raunar verður að játa, að fjöldi þessara búa
7