Réttur


Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 13
ið og leit upp með læknum, hraðaði hann för sinni, því hann hafði séð gjaforð sitt sitja þar að sokkaþvotti. Hann fleygði af sér pokanum, þessari óhjákvæmi- legu byrði vistaskiftamannsins, gekk til Sjönu og kyssti hana hinum sjálfsagða kossi tilvonandi hjónabands. Drengurinn leit upp við kosshljóðið og bátar hans glötuðu stefnu sinni í róti lækjarins. „Sjana!“ Sjana leit við drengnum. Ásökun hinna spurulu barnsaugna vakti óró í sál hennar, en viðlit hinnar verðandi eiginkonu kom drengnum á óvart. ,,Þetta er kærastinn minn“, sagði Sjana, beindi orð- um sínum að drengnum, en horfði á klöppina, þar sem sokkarnir lágu eins og rotaðir selir. ,,Eg er kærastinn þinn“, andmælti drengurinn og greip dauðahaldi í pils hennar. Snikkarinn hló, eins og honum hefði verið sagt, að hefilspónn væri nafar. „Þetta er hann Dóri“, sagði Sjana og lauk þar með að kynna sambiðlana. Drengurinn togaði enn fastar í pilsið og lyfti sér um leið óþolinmóðlega átá. ,,Eg er kærastinn þinn. Komdu ,starx heim“. Snikkarinn kyssti Sjönu á ný, svo rautt skeggið .stakkst inn í fíngert hörund hennar og særði það eins og afneitun hennar sál drengsins. „Komdu strax heim, segi eg“, sagði drengurinn ó- karlmannlegur í málrómi og hnjáliðum. „Við verðum víst að fara“, sagði Sjana við snikkar- ann. Snikkarinn leit á stráknaglann og spurði: „Hví lætur strákurinn svona?“ Málrómurinn var eins og verið væri að saga í sundur blautan birkistaur. „Þetta er uppáhaldið mitt“, anzaði Sjana og leit þvert yfir sorgbitið andlit drengsins, sem hvíldi við brjóst hennar, á skýið sem dró fyrir sólina. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.