Réttur


Réttur - 01.01.1933, Page 60

Réttur - 01.01.1933, Page 60
menningnrverðmæti þýzka verkalýðsins séu eyðilögð og miðalda- mvrkur nasismans leggist yí'ir Evrópu. Yerkalýður allra landa verð- ur að skilja það, að aðfarir nasismans í Þýzkalandi eru hnefahögg- framan í alþjóðahreyfingu verkalýðsins. Ef fasismanum tekst aö festa sig í sessi í Þýzkalandi, ef honum tekst að mola stéttabaráttu- samtök verkalýðsins og gera þau að viljalausum verkfærum ríkis- vald'sins, þá verður það merki til auðvalds allra landa um að taka upp fasistiskar stjórnaraðferðir. Yerkalýður allra auðvaldslanda. verður þá ofurseldur slíkri ógnarstjóm, sem dæmalaus er í annálum hans. Þeir viðburðir, sem nú gerast í Þýzkalandi, eru sýnishorn þess, hvað verkalýður annara landa á í vændum ef ekki tekst að' stytta lífdaga hins þýzka fasisma og hefta framgang hans í öðrum löndum. Það er þess vegna lífsnauðsyn verkalýðshreyfingunni að hefja þegar í stað heimsbaráttu gegn íasismanum. Ekkert land má skerast úr leik, því að fasisminn er alþjóðlegt fyrirbæri á tímabili imperial- ismans, skilyrði fyrir vexti hans er til í öllum auðvaldslöndum, og fyrr eða síðar verður borgarastéttin neydd) til að grípa til fasism- ans sem síns síðasta pólitíska atlivarfs. En hvort slíkar ráðstafanir- bjarga henni eða verða henni að falli er komið undir skilningi verkalýðsins á fasismanum og vilja lians og þrótti til að berjast gegn honum og kæfa hann í fæðingunni. Fasisminn er stjórnaraðferð borgarastéttarinnar á dauðastund- um auðvaldsskipulagsins, þegar stéttamótsetningarnar hafa vaxið: svo mjög, að hún fær ekki lengur hamið þær innan ramma hins borgaralega lýðræðis. Hún verður þá að beita beinu ofbeldi í miklu ríkari mæli en áður til að halda verkalýðsstéttinni í skefjum. Iiún afnemur að meiru eða minnu leyti lýðræðisstofnanir þær, sem til þessa hefir verið ramminn utan um pólitískt vald hennar, en nú tckur að gliðna í sundur. Jafnframt leitar hún pólitísks fylgis hjá hinni fjölmennu millistétt, sem fyrir þróun stórauðvaldsins, er komin á heljar þröm, og lifir gjörsamlega á náð banka og okurauð- valdsins. Það er meðal þessara uppflosnuðu smáborgara að fasism- ir.n hefir aðalfylgi sitt. Lífskjör þeirra eru oft og einatt litlu eða engu betri en verkalýðsins og efnalega séð nálgast þeir liann meir og meir. En vegna þess að þeir í orði kveðnu j'eka sjálfstæða at- vinnu og kaupa ef til vill lítilsháttar vinnukraft í viðlögum, standa þeir mjög næn-i yfirstéttinni að liugsunarhætti og koma því ekki auga á verkalýðinn sem þann bandfamann, er einn getur létt kjör' þeirra. Hinsvegar eru þeir andvígir stórauðvaldinu, og stjórnmála- viska þeiiTa lendir loks út í „jöfnun auðæfanna", þ. e. að allir verði smáborgarar eins og þeir sjálfir. Þannig vill smáborgarastéttin skapa sér nýjan heim í sinni mynd, en það sem hún vill það getur- hún ekki gert, vegna þess að þróun auðvaldsins gengur æ meira 60

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.