Réttur - 01.01.1933, Síða 24
tíma, er þeir voru uppi. En afstaða okkar til Einars.
Benediktssonar er enn sem komið er öll önnur, og;
vissulega að mörgu leyti undarleg og athyglisverð.
Hann er í senn nálægur og fjarlægur, kunnur og
framandi. Hann er greinilegur íslendingur og þó er
það hugtak of þröngt fyrir hann. Virðist nú ekki aug-
ijóst mál um jafn-mikinn einstakling, jafn-sérkenni-
lega persónu, að leita verði fyrst og fremst skilnings
á henni í eðli sjálfrar hennar, en ekki því, hvernig
það speglast út á við? Liggur ekki nær, að skýra
Einar Benediktsson sálfræðilega en út frá sjónar-
miði þjóðfélagsins eða tíðarandans? Hið sálfræðilega
sjónarmið er að vísu nauðsynlegt innan sinna tak-
marka, en einangri menn þar skilning sinn, þá nær
hann bæði skammt og leiðir út í villu. Sú aðferð, að.
gera grein fyrir einstaklingnum einangruðum frá þjóð,
sinni og tímunum, er hann lifir á, er nú orðin úrelt
og stenzt enga gagnrýni. Óheilindin, sem felast í
dómum manna um Einar, eiga fyrst og fremst rót sína.
að rekja til þess að menn stara á hann sem ein-
stakling án sambands við þjóðlífið og öldina. Milli
einstaklings og heildar berast stöðugir víxlstraumar
og einstaklingur út af fyrir sig er í raun og veru
ekki til. Það er einungis til félagsbundinn einstakl-
ingur. Hvar sem einstaklingur rís hátt, hefir fjöld-
inn lyft honum, og síðan flæða gagnstraumar frá
honum yfir til fjöldans. Hvar sem menn því kynnast
mikilli persónu, hljóta menn að skygnast eftir þeirri
öldu, sem hefir lyft henni, og hafinu, er sú alda reis
á. Á litlu vatni rísa ekki stórar öldur og í litlu þjóð-
félagi geta ekki orðið miklar hræringar. En þjóðlífi
okkar ber fremur að líkja við úthafsvog en stöðuvatn,
og því getur hér orðið tiltölulega brímasamt. Ef við
rennum augunum yfir sögu þjóðarínnar, er augljóstr
hvernig mikilmennin koma upp á hræringatímum,
og ennþá gleggra er þetta með öðrum þjóðum. FjoTn-
ismenn eru samtengdir vaknandi frelsisþrá bændaþjóð-
24