Réttur - 01.01.1933, Qupperneq 37
stæðisbaráttunni og uppbót fyrir hana og er einn af
ijóðdraumum, Einars. Annað dæmi er boðun nýrrar
heimspekistefnu á Islandi (Alhygð, Eimreiðin 1926).
Þar eru borin fram fáheyrð rök og er hér sýnishorn:
.. Hin nýja lífsstefna mannlegs anda, sem eg á
við hér, mundi að minni hyggju tæplega finna auð-
yrktari og vaxtarvænlegri jarðveg neinstaðar á jörð-
unni heldur en einmitt undir skágeislum vors ís-
lenzka skammdegis og sólarhringsdögum þess há-
norðurs, er alið hefir upp ljóð og drauma vorrar eig-
in frægu söguþjóðar". En nú fylgdu orðið fáir skáld-
inu eftir. Með unnu fullveldi var stund þess liðin
hjá. Áheyrn þess hjá þjóðinni var lokið. Þjóðhátíðar-
kvæðið 1930 var andvana fætt. Draumurinn var úti.
Þjóðin hrökk aftur upp við veruleikann. —
Það eru fyrst og fremst erlendar en ekki íslenzk-
ar ástæður, sem valda tímamótunum, sem urðu hér
1930. íslendingar hefði gjarnan viljað lifa lengur
í sigurvímunni. En úti í heimi var ný alda risin. Eft-
ir heimsstyrjöldina miklu raknaði alþýðan við sér„
Það laukst upp fyrir henni skilningur á því, hvern-
ig hún hafði verið tæld út í stríðið til að þjást og
deyja fyrir innihaldslaust hugtak: föðurlandið. Öng-
þveitisástand kapitalismans og bölið, sem hann skap-
aði þjóðunum, kom með hverju árinu glöggar í Ijós,
unz kreppan skall yfir. Upp úr stríðinu urðu bylting-
ar í ýmsum löndum. Rússneski verkalýðurinn hratt af
sér kúgun yfirstéttarinnar og reisti sér nýtt ríki. I
sambandi við vaxandi viðgang þess ríkis, varð gagn-
rýnin á auðvaldsskipulaginu stöðugt skarpari og kröf-
ur verkalýðsins um allan heim ákveðnari. Heimurinn
greinist skýrar og skýrar í tvær þjóðir, ekki eftir kyn-
stofnum eða tungum, heldur stéttum.
Hin þunga undiralda alþýðunnar rís hærra og
hærra. Henni fylgja ný sjónarmið á öllum hlutum,
nýr hugmyndaheimur. Allt tímabil vélamenningar-
innar og kapitalismans hafði að vísu verið að skap-
37