Réttur - 01.01.1933, Síða 12
dregnar varirnar þrýstast fast, í ósjálfráðri vitund
óvakins ástarlífs, að munni unnustu sinnar, sem var
réttum tuttugu árum eldri en hann. ,,Á sólin þá engan
kærasta?“
„Jú, jú, hún á marga kærasta“, sagði Sjana, þurkaði
af skolpugri hendinni á upplitaða pilsinu sínu og
strauk henni með smekklæti gegn um gullið hár vin-
ar síns. Einhver kvíði lúrði á bak við gráblátt blikið í
þessum fallegu vinnukonuaugum. Hún hafði hænt að
sér gullhærðan, fimm ára gamlan dreng og talið hon-
um, í hugsunarleysi, trú um, í fáfræði kynlífs hans, að
þau væru trúlofuð. Þetta dulræna orð, sem í vitsjá
drengsins leit út eins og englahár á jólatré, sáði í hans
ósnortnu sál þrá eftir vinaratlotum hennar.
„Marga kærasta?“ spurði drengurinn, með blæ þess.
skilningsleysis í mjóum rómnum, sem einkennir van-
trúaða. „Hvernig marga?“
„Sólin er kærasta allra, hún skín jafnt á réttláta og
rangláta“, svai'aði Sjana spaklega. Eldhússhreimurinn
í rödd hennar meiddi drenginn einhvers staðar langt
inni.
Sjana barði sokkaplöggunum við klöppina, sem þau
sátu á, svo skolpið litaði silfurtæran lækjarstrenginn
og brosti með varúð fullorðinnar manneskju, sem
stendur andspænis gátu barnssálarinnar.
„Ekki átt þú nema einn kærasta, mig“, sagði dreng-
urinn og elliviti brá fyrir í fölu barnsandlitinu.
„Nei, bara þig“, svaraði Sjana þreklaust, kyssti
drenginn og hristi hann þangað til hann fór að hlægja.
Svo setti hann skipin sín út í bláan lækjarstrauminn,
en Sjana lauk við plaggaþvottinn undir laginu : Komdu
og skoðaðu í kistuna mína.
Eftir illa troðnum götuslóða, meðfram skörðóttu
sjávarmáli, gekk þrítugur snikkari með rauðleitt, illa
kembt efrivararskegg og einbeittnishrukkur á milli
augnanna. Hann hafði kúskinnsskó á fótunum og
hjónarúm í huganum. Þegar hann kom fyrir melbarð-
12