Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 1

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 1
RÉTTUR kemur nú út í nýju broti og að ýmsu leyti í nýrri gerð. í 50 ár hefur gamla brotið og að flestu liin forna gerð haldist, aðeins með blæbrigðum. Á þessari liálfu öld hefur allt okkar þjóðfélag umbylzt. í stað hins gamla auðvalds- skipulags eymdar og kreppu er komin ný gerð auðvaldsþjóðfélags, — hið ríka þjóðfélag, gegnsýrt hugsunarhætti gróðans og peninganna. í stað hinna sáru, svíð- andi vandamála fátæktar og algers atvinnuleysis, eru komin hin margþættu fé- lagslegu viðfangsefni: skipulagsleysi atyinnulífsins, óhófs- og eyðslu-fjárfesting braskaravaldsins, hinn óþolandi langi vinnutími, afborgunar-fjötrakerfi neyzlu- þjóðfélagsins, hin sálrænu vandamál þéttbýlis: firring, fjöldamenning, fjöl- skyldu-upplausn, — og í bakgrunni grúa yfir „fornu“ vágestirnir: atvinnuleysi, viðskiptakreppa, landeyðing, — af því að auðvaldsskipulagið er enn grundvöll- ur þjóðlífsins með öllum hættum, er því fylgja. Jafnbliða rísa svo himinhátt við sjóndeildarhringinn þær öldur, er ógna sjálf- stæði þjóðarinnar eftir 20 ára lýðveldi: hernámið, innrás erlends auðmagns, yfirdrottnun útlendra einokunarhringa, innlimun í franiandi auðvaldskerfi. Á þessari hálfu öld hafa einnig gerbreyt^t valdahlutföllin á íslandi og í umheim- inum alþýðu í hag. Verkalýðshreyfingin hefur vaxið og eflst og orðið eitt vold- ugasta aflið á landi voru, faglega og póRtískt. Sósíalisminn er nú — á 50 ára afmæli byltingarinnar í Rússlandi — orðið sterkasta þjóðfélagsaflið á jörðinni. Marxisminn er nú í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr viðurkenndur sem vísindi þjóðfélagsmálanna, ekki sízt á Norðurlöndum. Það er því orðið eðlilegt, að Réttur brevti á ýmsan hátt um innihald og form, — taki að ræða fleiri svið mannlegs lífs eu hingað til og hlýði því kalli tímans að ná eyrum nýrrar kynslóðar með nýtízkulegu broti og frágangi öllum. Heitir Réttur á alla vini sína að afla hinum nýja Rétti áskrifenda og mun ritnefnd og meðstarfsmenn allir gera sitt til j)ess að hann megi verðskulda það. LANDSSOKASAFN 271841 fSLANiiS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.