Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 1
RÉTTUR kemur nú út í nýju broti og að ýmsu leyti í nýrri gerð. í 50 ár hefur
gamla brotið og að flestu liin forna gerð haldist, aðeins með blæbrigðum. Á
þessari liálfu öld hefur allt okkar þjóðfélag umbylzt. í stað hins gamla auðvalds-
skipulags eymdar og kreppu er komin ný gerð auðvaldsþjóðfélags, — hið ríka
þjóðfélag, gegnsýrt hugsunarhætti gróðans og peninganna. í stað hinna sáru, svíð-
andi vandamála fátæktar og algers atvinnuleysis, eru komin hin margþættu fé-
lagslegu viðfangsefni: skipulagsleysi atyinnulífsins, óhófs- og eyðslu-fjárfesting
braskaravaldsins, hinn óþolandi langi vinnutími, afborgunar-fjötrakerfi neyzlu-
þjóðfélagsins, hin sálrænu vandamál þéttbýlis: firring, fjöldamenning, fjöl-
skyldu-upplausn, — og í bakgrunni grúa yfir „fornu“ vágestirnir: atvinnuleysi,
viðskiptakreppa, landeyðing, — af því að auðvaldsskipulagið er enn grundvöll-
ur þjóðlífsins með öllum hættum, er því fylgja.
Jafnbliða rísa svo himinhátt við sjóndeildarhringinn þær öldur, er ógna sjálf-
stæði þjóðarinnar eftir 20 ára lýðveldi: hernámið, innrás erlends auðmagns,
yfirdrottnun útlendra einokunarhringa, innlimun í franiandi auðvaldskerfi.
Á þessari hálfu öld hafa einnig gerbreyt^t valdahlutföllin á íslandi og í umheim-
inum alþýðu í hag. Verkalýðshreyfingin hefur vaxið og eflst og orðið eitt vold-
ugasta aflið á landi voru, faglega og póRtískt. Sósíalisminn er nú — á 50 ára
afmæli byltingarinnar í Rússlandi — orðið sterkasta þjóðfélagsaflið á jörðinni.
Marxisminn er nú í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr viðurkenndur sem vísindi
þjóðfélagsmálanna, ekki sízt á Norðurlöndum.
Það er því orðið eðlilegt, að Réttur brevti á ýmsan hátt um innihald og form, —
taki að ræða fleiri svið mannlegs lífs eu hingað til og hlýði því kalli tímans að
ná eyrum nýrrar kynslóðar með nýtízkulegu broti og frágangi öllum.
Heitir Réttur á alla vini sína að afla hinum nýja Rétti áskrifenda og mun ritnefnd
og meðstarfsmenn allir gera sitt til j)ess að hann megi verðskulda það.
LANDSSOKASAFN
271841
fSLANiiS