Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 9
íslenzkt þjóöfélag er næsta einstætt fyrirbæri
í veröldinni. Við erum örfámenn þjóð í víð-
áttumiklu landi; íbúatalan jafngildir einu bæj-
arhverfi í stórborg; það fjármagn sem þjóðin
'hefur árlega til umráða er fjarska lítið á mæli-
kvarða stórþjóðanna; fyrir nokkrum árum
veitti ég því athygli, að einn saman auglýsinga-
kostnaður auðhringsins Unilever var ámóla hár
og fjárlög íslenzka ríkisins. Samt höfum við
sett okkur það mark að halda liér uppi þjóð-
félagi sem staðizt geti í samkeppni við stóran
heim, við viljum tryggja þegnunum lífskjör
sem jafnist á við þau sem bezt gerast annars-
staðar, halda hér uppi fjölþættu menningar-
lífi sem beri keim af sjálfstæðu mati, lífsvið-
horfum og dómgreind þeirrar þjóðar sem land-
ið byggir. Við viljum halda órofnum tengsl-
um við fortíð okkar og uppruna, varðveita
dýrmætan menningararf, en vera engu að síð-
ur virkir nútímamenn, þátttakendur í þeirri
oru þróun sem mótar mannlífið umhverfis
okkur. Við skulum horfa á það raunsæjum
augum að þetta ætlunarverk okkar er ákáflega
vandasamt, hver ný kynslóð verður að sanna
1 verki að hún rísi undir þessum kröfum.
Vandinn heldur einnig áfram að aukast. Á
þeim öldum þegar íslenzk menning mótaðist
°g þróaðist, sá menningararfur sem fyrst og
fremst er tengdur tungu og bókmenntum, var
hændaþjóðfélag á íslandi. Uau andlegu ein-
kenni sem gera okkur kleift að líta á okkur
sem sérstæða menningarheild, lifðu öruggu
hfi í skjóli bændasamfélagsins, þrátt fyrir
stjórnarfarslegt ófrelsi. Á þeim tímum var fá-
mennið engan veginn sama vandamálið í sam-
anburði við aðra og það er núna. Ástæðan er
su að í bændaþjóðfélagi er hver sveitabær
næsta sjálfstæð efnahagsleg og menningarleg
heild; menn öfluðu nauðsynja sinna mest-
megnis sjálfir hver á sínum bæ, og þurftu á
tiltölulega litlum viðskiptum að halda. í þjóð-
félagi af slíku tagi er mannfjöldi ekkert meg-
matriði, bændaþjóðfélag þarf ekki að vera
neitt öflugra þótt sveitabseirnir skipti nokkr-
um tugum eða hundruðum þúsunda, í stað
nokkurra þúsunda eins og hér var; það sem
úr sker er lífsþrótturinn og menningarstigið á
hverjum bæ um sig. Það var þetta þjóðskipu-
lag sveitanna sem tryggði íslenzkri menningu
líf og þrólt öld eftir öld. Það er ævinlega lær-
dómsríkl að rifja það upp, að þegar Rasmus
Kristian Rask kom hingað til lands 1813, full-
ur áhuga og aðdáunar á íslenzkri tungu, féll
honum allur ketill í eld af fyrstu kynnum sín-
um af Reykjavík. Hann skrifaði þá íslenzkum
vini sínum:
„Annars þér einlæglega að segja held ég að
íslenzkan bráðum muni útaf deyja; reikna ég
að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík
að 100 árum liðnum, en varla nokkur í land-
inu þar upp frá, ef allt fer eins og hingað til
og ekki verða rammar skorður við reislar;
jafnvel hjá beztu mönnum er annaðhvort orð
á dönsku; hjá almúganum mun hún haldast
lengst við.“ En þegar Rask tók að ferðast um
landið áttaði hann sig fljótlega á þvi að það
var ekki það danska þorp, Reykjavík, sem
varðveitti sjálfstæða menningu þjóðarinnar,
heldur sveitirnar; þar kvað hann málið vera
„hreint og kröptugt."
Það bændaþjóðfélag sem gat varðveitt dýr-
mætan menningararf og skilað okkur honum,
þrátt fyrir stjórnarfarslegt ófrelsi öld eftir öld,
er ekki lengur til. Við höfum tekið þátt í þeirri
öru jjróun frá bændaþjóðfélagi til iðnaðar-
jjjóðfélags sem hefur verið að gerast allt um-
hverfis okkur. Og við jmrfum að gera okkur
skýra grein fyrir því að jjetta nýja þjóðfélag
er alll annars eðlis en hið gamla. Hinar smáu
og næsta sjálfstæðu einingar, sveitabæirnir,
eru ekki lengur burðarstoðir efnahagslífs,
menningar og siðmenningar, heldur er það
einkenni iðnaðarjjjóðfélags að samfélagsheild-
in tekur æ víðtækari forustu undir stjórn rík-
isvaldsins. Hinn samfélagslegi þáttur þvílíkra
iðnaðarljjjóðfélaga verður sífellt öflugri í öll-
um löndum, hvernig svo sem 'hagkerfi
jjeirra er háttað; þegnarnir leggja sameigin-
lega fram fjármuni til menningarmála,
kennslumála og vísinda, til félagsmála og
9